„Jökulhlaup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asa~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
[[Mynd:jokulhlaup_240507.jpg]]
 
 
Jökulhlaup byrja yfirleitt af miklum krafti og með stuttum fyrirvara. Þau eru skilgreind sem skyndileg flóð úr lóni við eða undir jökli. Það eru nokkrar tegundir af jökulhlaupum og eru þær útskýrðar hér að neðan. Í þeim er mikil orka og rennsli í þeim getur verið tugir þúsunda rúmmetra á sekúndu. Þau eru það kraftmikil að þau geta flutt með sér grjót og ísjaka sem vega nokkur hundruð kíló. Jökulhlaup hafa valdið miklum skemmdum á mannvirkjum eins og vegakerfi, rafmagnslínum og byggingum. Það fylgir einmitt oftar en ekki Skaftárhlaupum (sjá neðar) að hringvegurinn eyðileggist undir vatnsflauminum.