„Jökulhlaup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Asa~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
 
== Almennar upplýsingar ==
[[Mynd:volcano.si.edu/volcanoes/region17/ice_ne/grimsvot/2910gri6.jpg]]
 
 
Jökulhlaup byrja yfirleitt af miklum krafti og með stuttum fyrirvara. Þau eru skilgreind sem skyndileg flóð úr lóni við eða undir jökli. Það eru nokkrar tegundir til af jökulhlaupum og eru þær útskýrðar hér að neðan. Rennsli í þeim getur verið tugir þúsunda rúmmetra á sekúndu og þau geta borið með sér stóra og mikla ísjaka, nokkra tugi metra á lengd og breidd. Jökulhlaup hafa valdið miklum skemmdum á mannvirkjum eins og vegakerfi, rafmagnslínum og byggingum. Árið 1985 varð til dæmis gífurlegt jökulhlaup úr [[Dig Tsho glacier]] vatninu í Nepal. Þetta flóð eyðilagði algjörlega nýja virkjun sem var verið að reisa sem og aðrar byggingar, eyðilagði vegi, brýr, akra og drap búfénað. Þetta var tjón upp á rúman milljarð USD.