„Ólafur Þórðarson hvítaskáld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ólafur Þórðarson hvítaskáld''' (um [[1212]] – [[1259]]), var [[lögsögumaður]], kennari, [[skáld]] og [[fræðimaðurrithöfundur]]. Hann er oftastOftast kallaður '''Ólafur hvítaskáld''' til aðgreiningar frá nafna sínum [[Ólafur Leggsson|Ólafi svartaskáldi]].
 
==Æviferill==
Ólafur var [[laungetinn|launsonur]] [[Þórður Sturluson|Þórðar Sturlusonar]], [[goðorðsmaður|goðorðsmanns]] á [[Snæfellsnes]]i, með Þóru (Jónsdóttur). Hann var albróðir [[Sturla Þórðarson (sagnaritari)|Sturlu Þórðarsonar]] sagnaritara. Ólafur ólst að hluta upp hjá föðurbróður sínum [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]], þar sem hann fékk bestu bóklega menntun sem völ var á. Síðar bjó hann í [[Hvammur í Hvammssveit|Hvammi í Hvammssveit]], [[Borg á Mýrum]] frá 1236, og síðast í [[Stafholt]]i. Þar rak hann um tíma rithöfunda- og prestaskóla, þar sem m.a. var kennd [[málskrúðsfræði]]. Ólafur var [[súbdjákn]] að vígslu.
 
Eftir [[Bæjarbardagi|Bæjarbardaga]] 1237, rak [[Sturla Sighvatsson]] Ólaf úr landi. Hann fór þá til [[Noregur|Noregs]] og dvaldist í [[Niðarós]]i hjá [[Skúli jarl|Skúla jarli]] og syni hans, ásamt með Snorra frænda sínum og fleiri Íslendingum. Þar var hann viðstaddur vorið 1239, þegar Snorri fór út til Íslands í banni [[Hákon gamli|Hákonar konungs]]. HugsanlegtLíklegt er að hann hafi farið til [[Svíþjóð]]ar sumarið 1239 til að flytja Eiríki Eiríkssyni Svíakonungi kvæði. Hann kom aftur til Niðaróss snemma árs 1240, hitti þar fyrir Hákon konung og gerðist hans maður í deilunum við Skúla jarl. Eftir að hafa tekið þátt í orustu í [[Ósló]] um sumarið, mun hann hafa farið til [[Danmörk|Danmerkur]]. Var hann við hirð konungsins, [[Valdimar sigursæli|Valdimars sigursæla]], næsta ár, 1240-1241, en Valdimar dó 28. mars 1241. Líklegt er að Ólafur hafi þá farið til Noregs, og síðan til Íslands 1242 eða skömmu síðar.
 
Vegna ætternis síns dróst Ólafur inn í átök [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]]. Þegar hann kom úr utanförinni höfðu [[Sturlungar]] orðið fyrir miklu áfalli: Snorri frændi hans var fallinn, 1241, og einnig [[Sighvatur Sturluson]] og flestir synir hans í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. [[Þórður kakali]], sonur Sighvats, var þá að hefja baráttu til valda. M.a. vegna tengsla við hann varð Ólafur [[lögsögumaður]] 1248-1250 og 1252. Ólafur studdi einnig bróðurson sinn [[Þorgils skarði|Þorgils skarða]], eftir að hann kom til landsins 1252. Annars virðist hann frekar hafa forðast átök, en sinnt í staðinn kennslu og ritstörfum.
 
Ólafur var nafntogað skáld og er m.a. varðveitt brot úr tveimur kvæðum hans um Hákon gamla, annað [[hrynhenda]]. Einnig brot úr Aronsdrápu, um [[Aron Hjörleifsson]], brot úr kvæði um [[Tómas Bekket]], auk [[lausavísur|lausavísna]]. Glötuð eru kvæði um Erík Svíakonung, Valdimar sigursæla og fleiri. Hann samdi einnig merka ritgerð, sem kölluð er [[Málskrúðsfræði Ólafs hvítaskálds]], öðru nafni [[Þriðja málfræðiritgerðin]]. Hún er að nokkru byggð á [[latína|latneskum]] fyrirmyndum, en efnið aðlagað íslenskum aðstæðum.