„Litla ísöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 11:
*'''1695-1709''': Jöklar á Íslandi eyða mörgum bæjum og sveitum.
*'''1710-1735''': Jöklar í Noregi stækka um 100 metra á ári á þessu 25 ára tímabili.
*'''1748-1750''': Jöklar í Noregi ná sínu hámarki á Litlu ísöld. [<ref>http://www2.sunysuffolk.edu/mandias/lia/little_ice_age.html]</ref>
 
Þáttur Íslands í þeim hörmungum sem dundu yfir Evrópu á þessum tímum er nokkur. Árið 1783 hófust Skaftáreldar hér á landi sem munu vera með mestu eldsumbrotum á sögulegum tímum. Byrjun þeirra er sennilega best lýst með orðum Jóns Steingrímssonar: „Þann 8. júní 1783 á Hvítasunnuhátíð gaus hér upp eldur upp úr afréttarfjöllum, sem eyðilagði land, menn og skepnur með sínum verkunum nær og fjær." [<ref>http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/skaftareldar.html#Gosi%F0]</ref> Þessar hörmungar hafa haft mikil áhrif á afkomu Íslendinga á þessum tímum, en einnig fundu Evrópubúar fyrir þessum hamförum. Benjamin Franklin skrifum um bláleita móðu sem liðast yfir Evrópu og Norður-Ameríku þannig að sólar naut ekki eins lengi við og venjulega. [<ref>http://www.hunkubakkar.is/sagan.htm]</ref> Þetta hefur haft mikil áhrif á hitafar og landbúnað eins og gefur að skilja.
 
Einkenni þessa kalda tímabils hefur einkum birst í því að landbúnaður hefur orðið erfiðari og sumstaðar í Evrópu styttist ræktunartíminn um tvo mánuði miðað við hvernig að honum er staðið í dag. Þetta hefur haft keðjuverkandi áhrif á ýmsa þætti samfélagsins, s.s. heilsu, fjárhag, stéttabaráttu og menningarlíf, svo eitthvað sé nefnt. Það er því ljóst að um er að ræða kuldaskeið sem fólk hefur fundið fyrir mjög áþreifanlega eins og hér á Íslandi þar sem smávægilegar hitabreytingar geta haft nokkur áhrif á hinn viðkvæma landbúnað sem menn stunduðu hér á fyrri öldum.
Lína 25:
#Eldgos.
#Breytingar á brautarþáttum jarðar.
#Tilviljunarkenndur, innri breytileiki hringrásar lofthjúps og sjávar. [<ref>http://www.vedur.is/loftslag/breytingar/landnam/]</ref>
 
=== Breytingar á virkni sólar ===