„Elagabalus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
Elagabalus var aðeins um 14 ára gamall þegar hann varð keisari en það var að miklu leyti Juliu Maesu að þakka þar sem hún tilkynnti (ranglega) að hann væri sonur Caracalla, sem hafði verið vinsæll meðal hersins, og einnig mútaði hún herdeildum til þess að þær myndu lýsa yfir stuðningi við Elagabalus sem keisara og gera uppreisn gegn [[Macrinus|Macrinusi]], þáverandi keisara. Macrinus lýsti þá stríði á hendur Elagabalusi og mætti honum í bardaga árið [[218]] þar sem herdeildir Elagabalusar báru sigurorð. Macrinus flúði eftir bardagann en náðist fljótlega og var tekinn af lífi.
 
Elagabalus varð fljótlega mjög umdeildur keisari, m.a. vegna trúarofstækis síns en hann ýtti hinum hefðbundnu rómversku guðum til hliðar og reyndi að láta alla tilbiðja sinn guð, El-Gabal. Einnig var einkalíf hans mjög umdeilt; hann giftist að minnsta kosti þremur konum á sínum stutta valdaferli en hann var líka opinberlega tvíkynhneigður og klæðskiptingur.