„Hengill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
:Gráðun C, Nokkuð erfið gönguleið en hindrunarlítil
:Tengingar Innstidalur, Skarðsmýrarfjall, Hellisskarð, Hellisheiði, undir vesturhlíðum Hengilsins og fleiri.
 
== Jarðfræðilegt yfirlit ==
Hengilssvæði nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Önnur, Hveragerðieldstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Hún skiptist í tvær gosreinar. Önnur liggur gegnum Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Gosmyndanir á Hengilssvæðinu spanna um 800.000 ár í aldri. Elstu jarðlögin er að finna í ásunum suðaustan við hveragerði, en yngst eru hraunin sem flætt hafa frá gosreininni gegnum Hengil. Þar á milli skipar sér fjölbrett jarðlagsyrpa þar sem skiptast á móberg frá jökulskeiðum og hraunlög frá hlýskeiðum. Berggrunnur Hengilssvæðisins er að mestu úr móbergi. Um 500 metrum undir móberginu eru basalthraunlög. Grafningsmegin á svæðinu má finna röð móbergshryggja sem fylgja sprungustefnu. Í jörðum svæðisins kemur grágrýti fram undan móberginu. Jarðskorpuhreyfingar í gliðnunarbelti eins og verið hefur á hengilssvæðum allan þann tíma sem jarðsaga þess spannar sýna sig í gjám og misgengjum og hallandi jarðlögum á jaðarsvæðunum. Skjálftabelti Suðurlands gengur austan frá inn í Hengilssvæðið. Sprungur tengdar því eru þekktar í Fram-Grafningi, um alla Hveragerðiseldstöðina og vestur á Hálsa við skálafell. Jarðskjálftar eru tíðir, en smáir á þessu svæði, nema þegar suðurlandsskjálftar ganga yfir. Um 24.000 jarðskjálftar af stærðinni 0.5 (á Richter) eða stærri voru mældir á árunum 1993 til 1997. Sá stærsti var 4.1 á Richter. Gosmyndanir á Hengilssvæðinu eru fjölbreyttar og byggist á því hvort og hversu þykkur Jökull lá yfir svæðinu þegar gosinn urðu. Aðalgerðir eldstöðvana eru þó einugis tvær, tengdar sprungugosum og dyngjugosum. Á vestanverðu Hengilssvæðinu er landslagið mótað af gosmyndunum sem þar hafa hlaðist upp á síðasta jökulskeiði og á nútíma (þ.e. eftir ísöld). Austan til hafa roföflin hins vegar mótað það. Úrkoma á Hengilssvæðunum er mikil, raunar með því mesta sem hefur mælst á landinu. Á austanverðu Hengilssvæðinu eru stöðugar lindir og lækir einugis þar sem jarðlögin eru svo ummynduð að þau haldi vatni. Annars sígur þar allt vatn í jörð eða rennur stuttan tíma í leysingum. Á austanverðu svæðinu renna ár og lækir allt árið um kring. Í sumum er lindaþátturinn stór, en allar mega þær þó fremur teljast dragár. Heita vatnið á Hengilssvæðinu er álitið vera á eins til þriggja km dýpi. Á mörgum stöðum á svæðinu nær þessi hiti að komast upp á yfirborðið. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal. Hengilsvæðið er með þeim stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 100 ferkílómetrar. það er þó ekki allt sami suðupotturinn heldur er það a.m.k þrískipt: Hveragerðaeldstöðinn, Ölkelduhálsvæðið og jarðhitasvæðið í Henglafjöllum. Boranir og virkjanir eiga sér stað á Nesjavöllum sem eru á vegum Orkuveitunnar. Einnig standa yfir miklar framkvæmdir á Hellisheiðarvirkjun, sem er á landi Kolviðarhóls. Þær framkvæmdir eru einnig á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Mikill jarðhiti eru í þessum jarðlögum. Regnvatn sem seytlar niður í berggrunninn og kemst í snertingu við heitt bergið þrýstist sjóðandi upp um sprungur og misgengi. En innskot frá kviku verða algengari því neðar sem dregur.