„Hengill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cannotyboy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hengill''' er eitt svipmestu fjöllum í grennd við [[Reykjavík]]. Hengill telst til stapafjalla en er mjög sprunginn og hagaður. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m yfir sjávarmáli). Hengill er aðallega úr móbergi en grágrýtishrúður er uppi á honum. Í sleggju sem gengur uppi á fjallinu er líparit. Jarðhiti er utan í Hengli á nokkrum stöðum. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi. Vestastur er innsti dalur, þá Miðdalur en Fremstidalur er austastur. Úr þeim fellur Hengladalaá. Í innsta dal, sem liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597m y.s.), er einn mesti gufuhver landsins. Víðar er jarðhiti í hengladölum. Þar er einnig ölkelda. Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum.
 
== Gönguleiðir og staðhættir ==
Hægt er að hefja göngu sína á Hengil frá átta mísmunandi stöðum. Á þessum stöðum eru bílastæði þar sem upplagt er að hefja gönguleiðina en merktir stígar hefjast eða liggja við þessi bílastæði. Við bílastæðin eru gönguleiðakort af Hengilssvæðinu um hvert viðkomandi göngustígur liggur, vegalengdir ásamt hagnýtum upplýsingum/fróðleik um svæðið. Árið 1998 var búið að merkja um 140 km af áhugaverðum og miserfiðum gönguleiðum. Búið er að leggja vegstikur vítt og breitt um Hengilssvæðið þær eru málaðar á fjóra mismunandi vegu. Liturinn segir til um erfiðleika göngunnar og hvort vænta megi einhverja frekari upplýsinga á leiðinni. Einnig eru vegvísar víða á krossgötum þar sem gönguleiðir skerast. Á Hengilssvæðinu eru tveir gönguskálar, annar er í mynni Engidals austast á Mosfellsheiði hinn er við Dalskarðhnjúk innst í Reykjadal. Þeir sinna örrygishlutverki fyrir folk, og eru opinir allann ársins hring fyrir alla, göngu og ferðafólk, endurgjaldslaust.
 
'''Þrískipting Hengils:'''