„Caracalla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Caracalla var sonur [[Septimius Severus|Septimiusar Severusar]] rómarkeisara og Juliu Domnu. Þegar Septimius Severus lést í febrúar árið 211 varð Caracalla keisari ásamt bróður sínum, [[Geta]]. Samskipti bræðranna voru slæm og sameiginleg stjórn þeirra entist ekki út árið þar sem Caracalla lét taka Geta af lífi, ásamt konu hans, tengdaföður og ýmsum fylgismönnum, í desember árið 211.
 
Árið [[212]] lét Caracalla samþykkja Constitutio Antoninia sem kvað á um að allir frjálsir menn innan Rómaveldis fengju fullan ríkisborgararétt. Fram að því höfðu aðeins íbúar á Ítalíuskaganum haft ríkisborgararétt. Ástæðan fyrir þessari aðgerð var sú að með henni var hægt að heimta skatt af fleirum og einnig að kveða fleiri í herinn.
 
Caracalla hélt í herferð gegn Alamannum, árið [[213]], sem endaði fljótlega með friðarsamningum. Eftir það hélt hann austur. Heimsókn hans til [[Alexandría|Alexandríu]] í [[Egyptaland|Egyptalandi]] endaði í blóðbaði þar sem honum fannst íbúarnir móðga sig með því að gera grín að morðinu á Geta. Allt að 20.000 manns voru teknir af lífi auk þess sem hermennirnir fengu að ræna borgina.
 
{{fd|186|217}}