„Unix“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Buffkaka (spjall | framlög)
Bætti við frekari upplýsingum um sögu unix og aðeins ýtarlegri upplýsingum um unix
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m Tek aftur breytingu 448771 frá Buffkaka, beint af http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=5370
Lína 1:
'''Unix''' eða '''UNIX''' er hópur [[stýrikerfi|stýrikerfa]] fyrir [[Tölva|tölvur]], það fyrsta skrifað á sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldarinnar á Bell ransóknarstofum bandaríska símarisans AT&T. Seinna komu svo fram fleiri útgáfur, bæði frá ýmsum fyrirtækjum sem og áhugamönnum undir flaggi [[GNU]] hreyfingarinnar.
 
Fyrsta UNIX-stýrikerfið var skrifað hjá AT&T Bell Labs í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1970. Það var hannað með það í huga að hægt væri að flytja það frá einum vélbúnaði yfir á annan (e. portable), að margir notendur gætu notað sömu tölvuna í einu, hver frá sinni útstöð (fjölnotendatölva, e. multi-user computer), og að notandi gæti notað mörg forrit samtímis og skipt á milli þeirra án þess að vinnsla þeirra stöðvaðist (fjölverkavinnsla, e. multi-tasking).
 
 
Sum UNIX-stýrikerfin er hægt að nota á tölvum með örgjörvum frá Intel og AMD og eru ætluð til notkunar fyrir bæði einstaklinga og netþjóna. Dæmi um slík stýrikerfi eru Linux og BSD. Eitt UNIX-stýrikerfið, Mac OS X frá Apple, er nánast eingöngu í einkanotkun. Flest önnur eru hins vegar gerð fyrir mjög dýran og sérhæfðan vélbúnað í net- eða gagnagrunnsþjónum. Dæmi um slík stýrikerfi eru AIX frá IBM og HP-UX frá HP.
 
Þess ber reyndar að geta að nokkur munur er á því hvernig hugtakið "UNIX" er notað. Sumir nota það í víðum skilningi um nánast öll stýrikerfi önnur en Windows en aðrir nota það aðeins um nokkur tiltekin stýrikerfi sem uppfylla staðalinn Single UNIX Specification, sem finna má á vefsíðu The Open Group. Sá staðall útlistar hvernig UNIX-stýrikerfi skuli búin til þannig að hægt sé að skrifa forrit sem virka á þeim öllum. Samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu er Linux til dæmis ekki UNIX-stýrikerfi en er þó það sem kallað er UNIX-legt (e. UNIX-like).
 
UNIX-staðallinn er í raun safn annarra staðla, en helstir þeirra eru POSIX, staðall um stýrikerfisviðmót, og ISO C, staðall um C-forritunarmálið. Lesa má nánar um POSIX-staðalinn í svarinu Hvað er POSIX? eftir Hjálmtý Hafsteinsson.
 
Í ljósi þess að fyrstu Windows-stýrikerfin komu á markað á árunum 1985 til 1995, eða um 25 til 35 árum eftir að fyrstu UNIX-stýrikerfin voru búin til, gætu lesendur velt því fyrir sér hvers vegna Windows hafi slíka yfirburðastöðu, en um 95% lesenda Vísindavefsins nota einhverja útgáfu af Windows eins og lesa má um í svarinu Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? eftir EÖÞ og ÞV. Því er til að svara að þó svo að Windows hafi yfirburðastöðu á einkatölvum þá er raunin allt önnur hvað varðar netþjóna og gagnagrunnsþjóna. Þar er Windows einungis eitt af mörgum stýrikerfum sem eru notuð og UNIX-stýrikerfin eru langalgengust. Upphaflega var Windows ekki hannað sem fjölnotendastýrikerfi né heldur til að styðja fjölverkavinnslu og því var ekki hægt að nota það á netþjónum. Rökstyðja má að Windows hafi ekki orðið raunhæfur kostur fyrir netþjóna fyrr en með útgáfu Windows 2000.
 
 
 
Unix kerfi eru hönnuð sem [[Fjölnotendakerfi|fjölnotenda]]- og [[fjölforritaumhverfi|fjölforrita]]-umhverfi sem auðvelt er að breyta fyrir mismunandi vélbúnað. Einkenni þeirra eru einkum einfaldar textaskrár notaðar alls staðar sem hægt er, [[skipanalína]], skráarkerfi með möppuhugtak og framsetning vélbúnaðar og forritasamskipta sem textaskráa.