„Septimius Severus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Lucius Septimius Severus''' ([[11. apríl]] [[146]] í [[Leptis Magna]] - [[4. febrúar]] [[211]] í [[York|Eboracum]]) var [[Rómaveldi|rómverskur]] herforingi og [[Rómverskur keisari|keisari]] frá [[9. apríl]] [[193]] til 211. Hann var einn fyrsti Afríkibúi sögunnar sem hlaut frægð utan álfu sinnar. Severus var fyrsti keisarinn af [[severíska ættin|severísku ættinni]].
 
Severus varð öldungaráðsmaður þegar [[Markús Árelíus]] var keisari og varð [[konsúll]] í tíð [[Commodus|Commodusar]]. Eftir það varð hann yfirmaður yfir herdeildum í [[Rómverskt skattland|skattlandinu]] Pannóníu. Þegar [[Pertinax]] hafði verið drepinn af lífvarðasveitum sínum, eftir að hafa verið keisari í aðeins nokkra mánuði árið [[193]], var Severus lýstur keisari af herdeildunum í Pannóníu. Þrír aðrir menn voru þó einnig lýstir keisarar, á svipuðum tíma, víðs vegar í Rómaveldi; [[Didius Julianus]] í [[Róm]], [[Percennius Niger]] í Sýrlandi og [[Clodius Albinus]] íá Bretlandi.
 
Severus hélt þá til Rómar og tók borgina átakalaust þar sem Didius Julianus hafði verið drepinn áður en Severus kom til borgarinnar. Eftir þetta hélt hann austur til þess að mæta Percennius Niger og sigraði hann í bardaga árið [[194]]. Árið [[197]] tryggði Severus sér svo keisaratignina þegar hann sigraði Clodius Albiunus í hörðum bardaga við Lugdunum (núverandi [[Lyon]]).
Lína 11:
Árið [[198]] var [[Caracalla]], sonur Severusar, gerður að með-keisara og árið [[209]] var annar sonur hans, [[Geta]], einnig gerður að með-keisara.
 
Septimius Severus lést í Eboracum (núverandi [[York]]) íá Bretlandi árið [[211]] í herferð gegn þjóðflokkum í [[Skotland|Skotlandi]]. Synir hans, Caracalla og Geta, tóku við keisaratigninni af honum.
 
{{Töflubyrjun}}