„Húnar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: li:Hunne
SpillingBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: li:Hunne; útlitsbreytingar
Lína 1:
[[Mynd:Huns empire.png|thumb|Mynd sem sýnir veldi Húna þegar það var sem stærst.]]
'''Húnar''' voru evróasískir hirðingjar sem gerðu með sér ýmis bandalög og réðust inn í Suðaustur-[[Evrópa|Evrópu]] um [[370]] e.Kr. Þeir rændu og rupluðu þar sem þeim sýndist og gerðu bandalög við ýmsar germanskar þjóðir sem voru óvinir [[Rómaveldi]]s ( [[Gotar| Austgotar]], [[Vandalar]] og [[Langbarðar]]). Frægastur Húna er [[Atli Húnakonungur]] sem sameinaði alla Húna og var síðasti og voldugasti konungur Húnaveldisins. Fall Húnaveldisins markaðist við fyrsta ósigur Atla í bardaga við Katalánsvelli árið [[451]] þar sem Atli mætti rómverska herstjóranum [[Flaviusi Aëtiusi]], [[Vestgoar|Vestgotum]] og [[Búrgundar|Búrgundum]]. Tveim árum síðar lést Atli og óljóst var hver af hans óteljandi sonum ætti að taka við veldinu. Á meðan rifist var um hver yrði næsti konungur Húnaveldis nýttu óvinsamlegar germanskar þjóðir tækifærið og risu gegn Húnum. Þar með liðaðist veldi þeirra í sundur og var úr sögunni.
 
== Húnar ==
Þeir voru upprunalega hirðingjar frá miðhluta Asíu. Þeir komu frá rússnesku steppunum og héldu inní Austur-Evrópu 400-410 e.kr. Fréttir um landvinninga Húnanna breiddust útum [[Evrópa| Evrópu]] eins og eldur í sinu og urðu til þess að margir germanskir ættbálkar sáu sig tilneydda til að hörfa inní Vestrómverska ríkið sem stóð þá á brauðfótum.
Hvað var svona hryllilegt við Húnana?
 
Þeir voru frábærir hestamenn og bjuggu yfir tveim uppfinningum sem gerði þá nánast óstöðvandi: Nýrri gerð af boga sem var gerður úr við, dýrabeinum og lími. Þessi gerð boga varð til þess að hermenn áttu mun auðveldara með að miða af hestbaki. Fræg eru orð Gissurs Gotakonungs: „Eigi gera Húnar oss felmtraða né hornbogar yðrir.”
Hin uppfinningin var ístaðið sem gerði þeim kleift að stjórna hestinum án handa.
 
Evrópubúar, sem höfðu vanist skipulögðum bardögum tveggja stórra fylkinga með fótgöngulið sem kjarna, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Húnarnir birtust skyndilega, létu örvum rigna yfir þá og hurfu síðan jafnskjótt og þeir komu. Sumir vildu jafnvel meina að Húnarnir væru kentárar!
 
Eftir að hafa farið ránshendi kringum [[Konstantínópel]] og austurhluta Evrópu komu þeir sér fyrir á sléttum [[Ungverjaland| Ungverjalands]]s. Þaðan gátu þeir skipulagt frekari herferðir á leifar Vestrómverska ríkisins.
 
Árið 434 komst til valda meðal Húnanna maður nokkur að nafni Atli. Þessi maður er þekktur sem einn mesti hershöfðingi og harðstjóri mannkynssögunnar. Hann vissi hversu auðveld bráð Rómverjar voru og árið 447 hélt hann inná Balkanskagann, rændi og ruplaði borgir Býsans og fór ekki fyrr en að Keisarinn hafði lofað honum reglulegum skatti.
 
Árið 451 skipulagði Atli innrás inní Norður – [[Frakkland]] þar sem herir hans fóru rænandi og ruplandi. Hann mætti sameinuðum her Rómverja og Vestgota við Katalánsvelli og var það hans fyrsti ósigur. Ári seinna hafði hann komið upp nýjum her og réðst núna á Ítalíuskagann og stoppaði ekki fyrr en við borgahlið Rómar, þar stöðvaðist her hans, aðframkominn af plágum og hungri, og átti Atli fund við Páfann.
Páfinn virðist hafa haft mikil áhrif á hann því hann snéri frá [[Ítalía| Ítalíu]] eftir þennan fund.
Árið 453 Dó Atli á eigin brúðkaupsnótt og tveimur árum eftir það voru Húnar endanlega sigraðir.