„Rafhlaða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
Á [[1860-1870|7. áratug 19.]] aldar þróaði [[Georges Leclanché]] í Frakklandi rafhlöðu úr [[kolefni]] og [[sink]]i. Hún var blaut [[rafefnafræðileg sella|sella]] þar sem rafskauti var stungið ofan í [[rafvaki|rafvaka]]-[[vökvi|vökva]]. Hún var sterkbyggð, auðveld í framleiðslu og entist vel í geymslu. Endurbætt útgáfa sem kölluð var þurrsella var síðar gerð með því að einangra selluna og breyta fljótandi rafvakanum í blautt deig. Leclanché-sellan er ein gerð af aðal- (einnota) rafhlöðu. Á [[1860-1870|7. áratug 19.]] aldar fann [[Raymond Plant|Raymond Gaston Plant]] upp [[blýsýrurafhlaða|blýsýrurafhlöðuna]]. Hann setti tvær þunnar blýplötur með gúmmíplötum á milli ofan í þunna brennisteinssýru og bjó þannig til auka- (endurhlaðanlega) rafhlöðu. Upprunalega uppfinningin entist þó illa í geymslu. U.þ.b. árið [[1811]] þróaði [[Émile Fauré|Émile Alphonse Fauré]] ásamt félögum sínum rafhlöður þar sem [[jákvætt|jákvæði]] plöturafvakinn var gerður úr blöndu af [[blý]]-[[oxíð]]um. Þau höfðu hraðara viðbragð og hærri nýtnistuðul. Árið [[1878]] var loftsellurafhlaðan þróuð. Árið [[1897]] rannsakaði [[Nikola Tesla]] léttbyggða [[karbíð]] -sellu og súrefnis-vetnis-geymslusellu. Árið [[1898]] fékk [[Nathan Stubblefield]] samþykki fyrir rafhlöðueinkaleyfi (US600457) sem lýsti rafvakaspólu sem hefur verið kölluð "[[jarðarrafhlaða]]".
 
Árið [[1900]] þróaði [[Thomas Edison]] [[nikkel]] -rafhlöðuna. Árið [[1905]] þróaði Edison [[nikkel]]-[[járn]] -rafhlöðuna. Eins og allar rafefnafræðilegar sellur gaf rafhlaða Edisons [[rafstraumur|straum]] [[rafeind]]a sem streymdu allar í sömu átt, sem þekkt er sem [[jafnstraumur]]. Á dögum [[síðari heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjaldarinnar]] þróuðu [[Samuel Ruben]] og [[Philip Mallory|Philip Rogers Mallory]] [[kvikasilfur]]s -selluna. Á [[1950-1960|6. áratugnum]] þróaði [[Russell Ohl|Russell S. Ohl]] þynnu úr [[kísill|kísil]] sem gaf frá sér frjálsar [[rafeind]]ir. Á 6. áratugnum endurbætti Ruben [[alkalín]] - [[mangan]] rafhlöðuna. Árið [[1954]] bjuggu [[Gerald Pearson|Gerald L. Pearson]], [[Daryl Chapin|Daryl M. Chapin]] og [[Calvin Fuller|Calvin S. Fuller]] til hneppi allmargra slíkra þynna og sköpuðu þannig fyrstu [[sólarrafhlaða|sólarrafhlöðuna]]. Árið [[1956]] þróaði [[Francis Thomas Bacon]] vetnis-súrefnis-brunaselluna. Árið [[1959]] þróaði [[Lewis Urry]] litlu [[alkalín]] -rafhlöðuna á rannsóknastofu [[Energizer Holdings|Eveready rafhlöðufyrirtækisins]] í [[Parma]], [[Ohio]]. Á [[1960-1970|7. áratugnum]] fundu þýzkir rannsakendur upp blýsýrurafhlöðu með hlaupkenndum rafvaka. [[Duracell]] kom fram árið [[1964]].
 
==Heimagerðar rafhlöður==
Lína 22:
 
==Framtíðin==
Frumrannsóknir benda til að rafhlöður byggðar á [[nanótækni]] sem notast við [[kolefnisnanórör]] verði tvöfalt endingarbetri en hefðbundnar rafhlöður íeins nútímanumog við þekkjum þær.
 
Verið er að þróa nýja gerð rafhlaðna sem kölluð er [[Power Paper]]. Það er þunn, sveigjanleg rafhlaða sem gerð er með því að prenta "blek-sellur" á svo að segja hvaða yfirborð sem er.
Lína 34:
 
==Algengar rafhlöðugerðir==
[[image:batteries.jpg|framed|Ýmisskonar rafhlöðurÝmisskonarrafhlöður]]
Frá sjónarhóli notandans má flokka rafhlöður í tvennt - '''[[endurhlaðanleg rafhlaða|endurhlaðanlegar]]''' og '''einnota'''. Báðar gerðir eru mikið notaðar.