„NFS (fréttastofa)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gdh (spjall | framlög)
m Þetta eða fór e-ð í mig.
Gdh (spjall | framlög)
m eru => voru - sá þetta ekki áðan!
Lína 1:
'''Nýja fréttastofan''' ('''NFS''') var [[Ísland|íslensk]] fréttasjónvarpsstöð sem hóf göngu sína árið [[2005]] og sendi út fréttir og fréttatengt efni stærstan hluta sólarhringsins. Fréttastofa NFS tók við af fréttastofu [[Stöð 2|Stöðvar 2]] og [[Bylgjan|Bylgjunnar]]. Það eruvoru [[365 ljósvakamiðlar]] ráku NFS og hún var send út á [[Digital Ísland]]i og náðist því á [[Höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]] og á [[Akureyri]] en einnig á internetinu á [[Vísir.is]].
 
[[Róbert Marshall]] var forstöðumaður NFS en [[Sigmundur Ernir Rúnarsson]] fréttastjóri. Varafréttastjórar voru [[Þór Jónsson]] og [[Þórir Guðmundsson]] en tæknistjóri [[Ingi Ragnar Ingason]]. Í raun var sjálf fréttastofan tvískipt: Annars vegar kvöldfréttateymið sem samanstóð af þeim fréttamönnum sem áður höfðu starfað á fréttastofu [[Stöð 2|Stöðvar 2]] og [[Bylgjan|Bylgjunnar]], hins vegar fréttaveitan svonefnda. Á fréttaveitunni starfaði hópur ungs fólks sem hafði mislitla fjölmiðlareynslu að baki. Hagkvæmnissjónarmið réðu því að þau áttu að vera allt í senn: tökumenn, fréttamenn og klipparar. Fréttatímar NFS - að kvöldfréttunum undanskildum - voru verk fréttaveitunnar.