„Rafhlaða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Rýmd rafhlöðu: afhlöðun -> afhleðsla
Lína 126:
Geta rafhlöðu til að geyma hleðslu er oft táknuð með [[amper]] -stundum (1 A·h = 3600 [[coulomb]]). Ef rafhlaða getur gefið eins ampers straum í eina klukkustund hefur hún rýmd upp á 1 A·h. Ef hún getur gefið 1 A í 100 klst., þá er rýmd hennar 100 A·klst. Á sama hátt jafngilda 20 A í 2 klst. 40 A·klst. rýmd. '''En ...'''
 
Meðan segja má að rafhlaða sem getur gefið 10 A í 10 klst. hafi rýmd upp á 100 A·klst., þá framkvæma framleiðendur flokkunina '''ekki''' þannig. Rafhlaða sem flokkuð er sem 100 A·klst. mun sennilegast ekki gefa 10 A í 10 klst. Rafhlöðuframleiðendur nota staðlaða aðferð við að flokka rafhlöður sínar. Flokkunin byggist á prófunum sem fara fram í 20 klst. með afhleðsluhraða upp á 1/20 (5%) af væntri rýmd rafhlöðunnar á klukkutíma. Þannig er rafhlöðu sem flokkuð er sem 100 A·klst. ætlað að gefa 5 A í 20 klst. Nýtni rafhlöðu fer eftir afhleðsluhraðanum. Þegar rafhlaða afhleðst við 5% af rýmd sinni er nýtnin hærri en þegar hún er fullhlaðin.
 
Til að reikna út 5% afhleðsluhraða rafhlöðu skal taka amperstundaflokkun framleiðandans og deila í hana með 20. Segjum t.d. að AA-sella sé flokkuð sem 1300 mA klst. (milliamperstundir). 5% afhleðslustraumurinn sem þessi flokkun er leidd útfrá er þá 1300 mA·klst. / 20 klst. = 65 mA.