„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Spacebirdy (spjall | framlög)
Lína 181:
 
[[Mynd:Variantprefs.png|thumb|250px|Hægt yrði að velja milli ritkerfa í notendastillingum.]]
Er áhugi fyrir því að fá Wikipedia með Íslenzku ritkerfi? Ég er búinn að vera breyta hugbúnaðinum í þá áttina og er þá að byggja á kóðanum sem kínverska Wikipedia er að nota og sjá má í keyrslu [http://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%A6%96%E9%A1%B5&variant=zh hér (hefðbundin)] og [http://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%A6%96%E9%A1%B5&variant=zh-tw hér (tævönsk)]. Það myndu þá bætast við tveir flipar í viðmótið sem hægt væri að velja á milli mismunandi ritkerfa með, auk þess sem notendur gætu breytt stillingum sínum þannig að þetta væri alltaf á zetunni, en núverandi kerfi yrði að sjálfsögðu enn sjálfgefið. Ekki yrði hægt að breyta greinum í „Íslenzkuham“ til að forðast vandamál sem gætu komið upp með að breytingar milli ritkerfa væru ekki alveg taplaus (lossless).
 
Hjartað í þessu yrði að sjálfsögðu orðalistinn sem skoðaður yrði þegar breytingin færi fram (þ.e. íslenska => íslenzka, helsta => helzta o.s.f.) sem þyrfti að innihalda allar beygingarmyndir orðanna sem í honum væru. Listanum væri hægt að breyta í gegnum Kerfismeldinganafnrýmið þannig að það myndi ekki standa á að fá þetta í sjálfan hugbúnaðinn til að uppfæra hann.