„Mars (guð)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Synthebot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ja:マルス (ローマ神話)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Mars''' var [[Rómaveldi|rómverskur]] guð hernaðar, sonur [[Júnó]]ar og [[Júpíter (guð)|Júpiters]] eða töfrablóms. Upphaflega var Mars guð frjósemi og jarðargróðurs og verndari búfénaðar og akra. Er því leitt að því líkum að Mars sé latnesk/rómversk stæling á frjósemsisguði [[Etrúrar|Etrúra]], Maris. Líklega varð Mars stríðsguð sem heitið var á í hernaði með vaxandi útþenslu [[Rómaveldi]]s. Þá var Mars líkt við [[Grikkland|gríska]] guðinn [[Ares]]. Samkvæmt goðsögninni var Mars faðir [[Rómúlus]]ar stofnanda [[Róm]]ar og töldu Rómverjar sig vera afkomendur guðsins Mars. Mars var þekktur sem rauði guðinn.
 
== Átrúnaður ==
Ólíkt hinum gríska Aresi var átrúnaður á Mars algengur í Rómarveldi, mun algengari en tíðkaðist með aðra guði Rómverja. Mars var einn þriggja helstu guða Rómverja ásamt [[Júpíter (guð)|Júpíter]] og [[Quirinus]]i ([[Janus]]i). Með hliðsjón af þýðingu hans fyrir landbúnaðinn gnæfði Mars yfir vormánuðum sem og uppskeruhátíðum. Í stríðsrekstri voru Mars færðar fórnir fyrir upphaf átaka.
 
Veislur voru haldnar Mars til heiðurs í [[febrúar]], [[mars]] (sem nefndur er eftir guðinum) og [[október]].
 
=== Hof ===
Helsta hof sem tileinkað var guðinum var ''Mars Gradivus'' norðaustan við ''[[Via Appia]]''. Nágrenni hofsins varð þekkt sem ''ad Martis''. Rómverski herinn safnaðist saman við hofið þegar haldið var í hernað og hofið var hlaðið lofi þegar heim var snúið úr farsælli herferð.
 
== Áhrif ==
[[Mynd:Symbol mars.svg|thumb|85px|Táknið sem fyrst merkti guðinn Mars]]
Nafn marsmánaðar er dregið af nafni guðsins. Því þótti marsmánuður hentungur til hernaðar.
Lína 18:
Í mörgum rómönskum málum draga þriðjudagar nafn sitt af guðnum.
 
== Heilmild ==
* {{enwikiheimild|Mars (mythology)|9. ágúst|2006}}
 
{{Commons|Mars (god)|Mars}}
 
{{Stubbur|fornfræði|saga|bókmenntir}}
{{Stubbur|saga}}
 
[[Flokkur:Rómverskir guðir|Mars]]