„Guðbrandur Vigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Guðbrandur var tekinn í [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]] 1844, stúdent úr [[Reykjavíkurskóli|Reykjavíkurskóla]] 1849. Fór sama ár í [[Kaupmannahafnarháskóli | Kaupmannahafnarháskóla]] og lagði þar stund á málfræði, einkum íslensk fræði, en tók ekki próf.
 
Guðbrandur var styrkþegi Árnasafns 1856-1866 og var í stjórn [[Ný félagsrit|Nýrra félagsrita]] 1858-1864. Hann var í Noregi 1854 og Þýskalandi 1859, og skrifaði læsilegar ferðasögur frá þeim ferðum (sjá ''Ný félagsrit'').
 
Árið 1864 fluttist Guðbrandur til Englands, var fyrst tvö ár í [[Lundúnir|Lundúnum]], en fluttist svo til [[Oxford]] 1866, og bjó þar til æviloka. Fyrsta áratuginn á Englandi vann Guðbrandur að útgáfu á Íslensk-Enskri orðabók, sem kennd er við hann og [[Richard Cleasby]], en [[Konráð Gíslason]] hafði einnig unnið talsvert að undirbúningi hennar í Kaupmannahöfn. Bókin kom út í heftum á árunum 1869-1874. Þessi orðabók hefur í meira en öld verið mikilvægasta hjálpartæki enskumælandi manna við nám í [[Íslenska|íslensku]]. Í framhaldi af orðabókinni gaf hann út ''Icelandic Prose Reader'', 1879.
 
Eftir að vinnu við orðabókina lauk fékkst Guðbrandur við kennslu og fræðistörf. Um tíma var hagur hans fremur þröngur, en árið 1884 varð hann kennari (reader) í norrænum fræðum við [[Háskólinn í Oxford|Háskólann í Oxford]] og hélt þeirri stöðu til dauðadags. Þar kynntist hann ýmsum þekktum menntamönnum, sem hrifust af lærdómi hans. Hann var talsverður málamaður, og talaði góða ensku með sterkum íslenskum hreim.
Lína 15:
Eftir Guðbrand liggur geysimikið í ritstörfum, einkum fornritaútgáfur. Hann var óvenju hugmyndaríkur og snjall fræðimaður. Traustustu verk hans eru frá árunum í [[Kaupmannahöfn]], þar sem hann starfaði mikið með [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóni Sigurðssyni]]. Þó að dvölin á Englandi væri að mörgu leyti örvandi fyrir hann, þá galt hann þess að þar var hann fjarri frumheimildum þeirra rita sem hann fékkst við. Treysti hann þá oft á sitt ótrúlega minni, og ýmsar uppskriftir sem hann hafði gert þegar hann vann á [[Árnasafn]]i. Gætir þess mest í síðustu ritum hans, einkum ''Origines Islandicae'', sem gefið var út að honum látnum, og hefur ekki verið fulllokið frá hans hendi.
 
Meðal þess sem Guðbrandur vann að í Oxford var ''[[Orkneyinga saga]]'' og ''[[Hákonar saga Hákonarsonar|Hákonar saga]]'', sem hann gaf út í hinu þekkta heimildasafni um sögu Bretlandseyja: [[Rolls series]]. Með þeim fylgdu ''Saga Magnúsar Eyjajarls'' og brot úr ''Sögu Magnúsar lagabætis''. Þessi rit voru einnig birt í enskri þýðingu [[George Webbe Dasent]]s. Alls voru þetta fjögur bindi, sem komu út á árunum 1887-1894. Einnig gaf hann út ''Sturlunga sögu'' í tveimur bindum, og er inngangsritgerð hans að þeirri útgáfu frábært yfirlit um íslenskar fornbókmenntir og varðveislusögu þeirra, ritað af ástríðu.
 
Guðbrandur varð M.A. 1871, heiðursfélagi Vísindafélagsins í München 1873, heiðursdoktor við [[Uppsalaháskóli | Uppsalaháskóla]] 1877, riddari af [[Dannebrogsorðan|Dannebrog]] 1885 og heiðursfélagi í Vísindafélaginu í Kristjaníu 1887.
Lína 31:
* ''Icelandic-English Dictionary'', Oxford 1874. Árið 1962 kom önnur útgáfa með 52 bls. viðauka eftir [[William A. Cragie]].
* ''[[Sturlunga saga]]'' 1-2, Oxford 1878.
* ''An Icelandic Prose Reader'', Oxford 1879. Með [[Frederick York Powell]].
* ''[[Corpus Poeticum Boreale]] : The poetry of the Old Northern Tongue from the earliest times to the thirteenth century'' 1-2, Oxford 1883. Ljósprentað 1965 og 2007.
* ''[[Origines Islandicae]] : A collection of the more important sagas and other native writings realting to the settlement and early history of Iceland'' 1-2, Oxford 1905. Ljósprentað 1976.