„Gjóskulagafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Helstu eldfjöll, sem hafa verið miðpunktur gjóskulagarannsókna, eru [[Hekla]], [[Vesúvíus]] og [[Santoríni]]. Minni eldgos geta einnig skilið eftir sig öskulög í jarðlögum, t.d. [[Hayes-eldfjallið]] sem hefur skilið eftir sig sex áberandi gjóskulög í grennd við [[Anchorage]] í [[Alaska]]. Sum öskulög ná yfir gríðarstórt svæði, t.d. öskulag sem greinst hefur í botnseti [[Saksunarvatn]]s í [[Færeyjar|Færeyjum]], og víðar í Norður-Evrópu.
 
Upphafsmaður gjóskulagarannsókna var [[Sigurður Þórarinsson]], sem í doktorsritgerð sinni 1944, rannsakaði gjóskulög úr Heklu, einkum í [[Þjórsárdalur|Þjórsárdal]] og nágrenni. Sigurður gerði gjóskulagafræði að alþjóðlegri fræðigrein og tók upp nafnið „tephra“„tefra“ um loftborin föst gosefni, en orðið fann hann í fornu [[latína|latnesku]] riti eftir [[Plinius yngri|Plinius yngra]].
 
Í seinni tíð hefur [[Guðrún Larsen]] fengist mikið við gjóskulagarannsóknir, sem hafa m.a. varpað ljósi á gossögu [[Veiðivötn|Veiðivatna]] og [[Katla|Kötlu]]. Ný tækni við efnagreiningu örsmárra öskusýna hefur á síðari árum opnað nýjar víddir í þessum rannsóknum. Einnig hafa kjarnaboranir í gegnum [[Grænland]]sjökul gert mönnum kleift að tímasetja af nokkurri nákvæmni [[Sögulegur tími|söguleg]] og [[forsögulegur|forsöguleg]] stórgos á Íslandi.