„Vatnafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
BiT (spjall | framlög)
Lína 17:
Þótt vatnafræðin sé tiltölulega ung fræðigrein á hún sér rætur aftur í grárri forneskju. Mannskepnan er háð vatninu, eðli þess og hegðun hefur því alltaf verið henni umhugsunarefni. Fyrstu menningarþjóðir sögunnar [[Mesópótamía|Mesópótamíumenn]], [[Súmerar]] og [[Egyptaland|Egyptar]] grundvölluðu ríki sín á bökkum stórfljóta og áttu allt sitt undir þekkingu á eðli þeirra og duttlungum. Í ritum grískra og rómverskra heimspekinga eru víða tilgátur um uppruna lindavatns og grunnvatns. Hinir eldri heimspekingar Grikkja, svo sem [[Þales]] og [[Platon]] gerðu ráð fyrir að [[lindavatn]] væri ættað úr sjó sem flæddi um göng djúpt í jörðu, inn undir fjöllin, hreinsaðist þar og stigi upp í vellandi lindum. [[Aristóteles]] áleit að loft kæmist inn í dimma og svala hella, þéttist þar í sagga og vatn og streymdi þaðan að uppsprettulindum. Rómverski arkítektinn [[Vitrúvíus]] setti fyrstur manna fram ákveðna hugmynd um að grunnvatnið væri regn og snær að uppruna. Hann hélt því fram að fjöllin fengju á sig mun meiri úrkomu en láglendið, vatn sigi í jörðina, rynni langar leiðir neðanjarðar og kæmi fram í lindum við rætur þeirra. Þessu var þó almennt hafnað þar til á 17. eða 18. öld.
 
Norrænar þjóðir höfðu sínar hugmyndir um eðli grunnvatnsins. Í Prologus [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]] er þess getið að norrænum mönnum heiðnum var ýmis náttúra jarðarinnar hugleikin. „''Þat var eitt eðli, at jörðin var grafin í hám fjallatindum ok spratt þar vatn upp ok þurfti þar eigi lengra at grafa til vatns en í djúpum dölum; svá er ok dýr ok fuglar at jamlangt er til blóðs í höfði ok fótum''“. Af þessu og ýmsu öðru drógu fornmenn þá ályktun „... [[at jörðin væri kvik ok hefði líf með nökkrum hætti, ok vissu þeir at hon var furðuliga gömul at aldartali ok máttug í eðli; hon fæddi oll kvikvendi ok hon eignaðist allt þat er dó; fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn ok tölðu ætt sína til hennar]]“hennar“.
 
Allar miðaldir voru hugmyndir manna mjög á reiki um uppruna grunnvatns og linda en hin almennt viðtekna skoðun var þó sú forngríska kenning að um einhverskonar hringrás væri að ræða frá sjó, um jörð, upp í lindir á yfirborði og í sjó á ný. Því var trúað að rigningarvatnið væri ekki nógu mikið til að viðhalda stöðugu rennsli fallvatna og þar að auki að jörðin væri svo þétt að regnvatn næði ekki að síga nema mjög grunnt í hana. Á 17. öld færðist mjög í aukana að menn beittu mælingum við allar náttúrurannsóknir. Fransmaðurinn [[Pierre Perrault]] ([[1608]]-[[1680]]) framkvæmdi um árabil mælingar á úrkomu og árrennsli á ofanverðu vatnasvæði [[Signa|Signu]]. Árið [[1674]] birti hann þær niðurstöður sínar, að það vatn sem félli á vatnasviðið væri sex sinnum meira en það vatn sem rynni af því með ánni. Þar með vísaði hann á bug þeirri gömlu grísku kenningu, að úrkoman dygði ekki til viðhalds vatnsföllum. Enski stjörnufræðingurinn og náttúruvísindamaðurinn [[Edmund Halley]] birti [[1693]] niðurstöður rannsókna sinna á uppgufun. Þar sýndi hann meðal annars fram á að uppgufun vatns úr sjó væri næg til að fæða af sér allt straumvatn, ofan jarðar sem neðan.