„Vatnafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[ImageMynd:Land ocean ice cloud 1024.jpg|thumb|250pxright|Vatn þekur um 70% af yfirborði jarðar en er einnig bæði í jörðinni og í lofthjúpnum.]]
 
'''Vatnafræði''' (enska: hydrology, gríska: Yδωρ, hudōr, "vatn"; og λόγος, logos, "fræði") fjallar um ferska vatnið á jarðarkúlunni, ástand þess og hringrás, eðlis- og efnafræðilega eiginleika, áhrif þess á umhverfið og áhrif umhverfisins á það.
Lína 12:
 
"Vatnafar (hydrological conditions)" er hugtak sem notað er um almenna eiginleika og hegðun ferskvatns bæði ofanjarðar og neðan og gagnkvæmt samspil þess við umhverfið. Orðið gefur til kynna síbreytilegt ástand og er hliðstætt orðinu veðurfar. Í ensku er ekkert eitt orð til yfir hugtakið en hydrologiocal conditions er oft notað.
 
 
== Úr sögu vatnafræðinnar ==
[[ImageMynd:Sanzio 01 Plato Aristotle.jpg|thumb|right|[[Plató]] og Aristóþeles rökræða um fræðin. Úr málverki eftir [[Rafael]].]]
Þótt vatnafræðin sé tiltölulega ung fræðigrein á hún sér rætur aftur í grárri forneskju. Mannskepnan er háð vatninu, eðli þess og hegðun hefur því alltaf verið henni umhugsunarefni. Fyrstu menningarþjóðir sögunnar [[Mesapótamíumenn]], [[Súmerar]] og [[Egyptar]] grundvölluðu ríki sín á bökkum stórfljóta og áttu allt sitt undir þekkingu á eðli þeirra og duttlungum. Í ritum grískra og rómverskra heimsspekinga eru víða tilgátur um uppruna lindavatns og grunnvatns. Hinir eldri heimspekingar Grikkja, svo sem [[Þales]] og [[Plató]] gerðu ráð fyrir að [[lindavatn]] væri ættað úr sjó sem flæddi um göng djúpt í jörðu, inn undir fjöllin, hreinsaðist þar og stigi upp í vellandi lindum. [[Aristóteles]] áleit að loft kæmist inn í dimma og svala hella, þéttist þar í sagga og vatn og streymdi þaðan að uppsprettulindum. Rómverski arkítektinn [[Vitruvíus]] setti fyrstur manna fram ákveðna hugmynd um að grunnvatnið væri regn og snær að uppruna. Hann hélt því fram að fjöllin fengju á sig mun meiri úrkomu en láglendið, vatn sigi í jörðina, rynni langar leiðir neðanjarðar og kæmi fram í lindum við rætur þeirra. Þessu var þó almennt hafnað þar til á 17. eða 18. öld.