„Vatnafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Vandræði eru þetta!
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 24:
Á 19. öld var lagður grunnur að nútímajarðfræði og þar með vatnafræði, hreyfingum grunnvatnsins og eðli. Fer nú að fjölga mjög þeim nöfnum sem koma við sögu vatnafræðinnar. Franskur verkfræðingur og vatnsveitustjóri í Dijon, [[Henry Darcy]] ([[1803]]-[[1858]]) að nafni, rannsakaði streymi gegn um sand og fann sambandið milli þrýstimunar og vökvastreymis í gropnu efni. Þetta samband er kallað [[Darcys lögmál]]. Það var sett fram árið [[1856]] og þykir mörgum sem upp úr því hafi vatnajarðfræðin tekið að marka sér sess sem sjálfstæð fræðigrein.
Í Ferðabók [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] og [[Bjarni Pálsson|Bjarna Pálssonar]], sem byggir á athugunum frá árunum [[1750]]-[[1760]], er íslensku vatni skipt í eftirfarandi flokka:
*[[Jökulvatn]]
*[[Mýravatn]]
*[[Bergvatn]],
*[[Uppsprettuvatn|Uppsprettu]]- og [[lindavatn]]
*[[Kaldavermsl]]
*[[Hveravatn]]
 
Þessi nálega 250 ára gamla flokkun Eggerts og Bjarna á vatninu hefur staðist tímans tönn furðanlega. Hún er grundvöllurinn að þeirri flokkun sem við höldum enn í dag.