„Fjöldatala“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
OliAtlason (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
OliAtlason (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Þannig er t.d. talan 3 fjöldatala mengisins {2,5,7}. Stærðræðilegri framsetning á þessari staðreynd er að fjöldatala
mengisins ''A'' er ''n'' þá og því aðeins að til sé [[gagntækt fall]] <math>f: A \to \{1, ..., n\}</math>.
 
Mengi sem innihalda óendanlega mörg stök hafa fjöldatölu sem er ekki náttúruleg tala. Þau hafa hinsvegar ekki öll
sömu fjöldatölu. Mismunandi óendanleg mengi geta verið misstór. Þannig eru minnstu óendanlegu mengi þau mengi sem
eru teljanleg. Dæmi um teljanlegt mengi er mengi náttúrulegu talnanna. Fjöldatala þeirra er jafnan táknuð með
hebreska tákninu ''\aleph_0''.
 
Mengi rauntalna hefur hærri fjöldatölu en mengi náttúrulegu talnanna. Til eru mengi sem hafa enn hærri fjöldatölu en
mengi rauntalna, t.d. mengi allra samfelldra falla.