„Sænsk tónlist“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
(clean up , typos fixed: meiriháttar → meiri háttar AWB)
mEkkert breytingarágrip
Í [[Svíþjóð]] er löng hefð fyrir [[þjóðlagatónlist]] eins og polka, skottís, vals, polska og mazurka. Sænska þjóðlagatónlistin er mest spiluð á [[harmonikka|harmonikku]], [[klarinett]], [[fiðla|fiðlu]] og/eða nikkelhörpu. Á sjöunda áratugnum (1960-1970) fóru ungir sænskir tónlistarmenn að sækja í þjóðlagatónlistina. Þeir vildu lífga við hefð sem var að deyja út. Ungu Svíarnir spiluðu tónlistina m.a. í almenningsútvarpi og -sjónvarpi. Þeir lögðu áherslu á polska, leikinn aðeins af hljóðfærum, en u.þ.b. 30 árum síðar, á árunum um 1990-1995, fór söngur að vera áberandi í tónlistinni. Þessi bylting sem átti sér stað um og eftir [[1960]] er kölluð „Afturhvarfið“.
 
Sænsk tónlist varð líka fyrir áhrifum af nútímalegri tónlistarstefnum, þar á meðal popp tónlistar. Í lok níunda áratugarins og byrjun þess tíunda á [[20. öld]]inni, fengu [[Gautaborg]] og [[Stokkhólmur]] mikilvægt hlutverk í þungarokksheiminum. Á þessum tíma urðu skandinavískar þungarokkshljómsveitir, eins og [[Opeth]], mjög vinsælar meðal þeirra sem hlustuðu á þungarokk. Gautaborg og Stokkhólmur voru aðalmiðstöðvar hljómsveitanna.
15.627

breytingar