„Arngrímur Gíslason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Bætti inn myndum
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Lína 37:
Þórunn Hjörleifsdóttir f. [[15. sept. 1844]] á [[Galtastaðir|Galtastöðum]] í [[Hróarstunga|Hróarstungu]], d. [[8. nóv. 1918]] á [[Dalvík]]. Flutti með foreldrum sínum [[sr. Hjörleifur Guttormsson|sr. Hjörleifi Guttormssyni]] og [[Guðlaug Björnsdóttir|Guðlaugu Björnsdóttur]] konu hans að Skinnastað og ólst þar upp að mestu. Kynntist ung Arngrími Gíslasyni er hann vann við að mála og fegra kirkjuna á Skinnastað sumarið [[1863]] og eignaðist dóttur með honum í lausaleik. Giftist 3. júlí [[1869]] Þórarni snikkara Stefánssyni á [[Skjöldólfsstaðir|Skjöldólfsstöðum]] í [[Jökuldalur|Jökuldal]] en hann lést réttu ári síðar, 2. júlí [[1870]]. Börn þeirra voru Sigurbjörn sem dó í æsku og Guðlaug Þórunn sem upp komst. Þórunn fluttist frá Skjöldólfsstöðum 1871 til föður síns sem þá var kominn að Tjörn í Svarfaðardal. Þar giftist hún síðan æskuást sinni, Arngrími málara, sem fyrr segir.
Þórunni er lýst svo: „ ...hún var sterk og hugdjörf kona, gædd lífsgleði og trúartrausti og góðvild og kærleika til alls og allra. Hún hafði líknarhendur eins og móðir hennar, lærði ljósmóðurfræði og gerðist yfirsetukona eins og hún og gegndi því starfi í Svarfaðardal við mikla tiltrú og vinsældir.“ (Kristján Eldjárn 1983. Arngrímur málari. bls. 27).
 
[[Mynd:Arngrímur_málari_bók.jpg|right|thumb|Bókin um Arngrím.]]
== Börn Arngríms ==
* Andvana fæddur drengur (1853) með Margréti Magnúsdóttur