„Rökfræðileg ritgerð um heimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''''Rökfræðileg ritgerð um heimspeki''''' (á frummálinu ''''' Logisch-Philosophische Abhandlung''''' en best þekkt undir titlinum '''''Tractatus Logico-Philosophicus'''''' eða bara '''''Tractatus''''') er eina bókin sem [[Austurríki|austurríski]] [[heimspekingur]]inn [[Ludwig Wittgenstein]] gaf út á ævi sinni. Hún var skrifuð meðan Wittgenstein var í leyfi frá austurríska hernum árið [[1918]] meðan á [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni stóð. Bókin kom fyrst út á [[Þýska|þýsku]] árið [[1921]] sem ''Logisch-Philosophische Abhandlung'' og er nú almennt talið eitt af mikilvægustu heimspekiritum [[20. öld|20. aldar]]. [[G.E. Moore]] lagði fyrst til [[Latína|latneska]] titilinn og hann vísar til ''[[Tractatus Theologico-Politicus]]'' eftir [[Holland|hollenska]] heimspekinginn [[Baruch Spinoza|Benedictus Spinoza]]. Alræmdur ritstíll Wittgensteins var undir áhrifum frá [[Þýskaland|þýska]] [[rökfræði]]ngnum og [[heimspeki]]ngnum [[Gottlob Frege]], en Wittgenstein dáðist mjög að verkum hans.<ref>Í ''Heimspekilegum athugasemdum'' skrifar Wittgenstein: „Stíll setninga minna er undir óvenju miklum áhrifum frá Frege. Og ef ég kærði mig um gæti ég komið auga á þessi áhrif þar sem enginn myndi verða var við þau við fyrstu sýn“.</ref>
 
Þessi stutta bók (tæplega áttatíu síður) er í formi stuttra hnitmiðaðra setninga sem er skipað saman í númerað kerfi: 1, 1.1, 1.11, 1.12, o.s.frv., til 7, þannig að 1.1 er athugasemd við 1, 1.11 og 1.12 eru athugasemdir við 1.1, og þannig áfram, til að sýna fram á innbyrðis tengsl þeirra. Markmið bókarinnar er að finna tengslin milli máls og veruleika og skilgreina takmörk heimspekinnar með því að setja fram „…skilyrði röklega fullkomins tungumáls“. (Russell, bls. 8 í inngagniinngangi að þýðingu C.K. Ogden) Markmiðið var að ljúka við að smíða heimspekikerfi [[Rökeindahyggja|rökeindahyggjunnar]], sem [[Bertrand Russell]] hafði hafið vinnu við.
 
Endir bókarinnar kemur nokkuð á óvart og setur fram þýðingarmiklar afleiðingar fyrir heimspekina. Þar er lagt til að öll umræða um [[frumspeki]] liggi utan við mörk málsins.
Lína 8:
 
== Meginintakk kenningarinnar ==
Í ritinu ereru sjö megin [[staðhæfing]]ar. Þær eru:
# Heimurinn er allt sem er.
# Það sem er (staðreynd) felst í ósmættanlegum grunnstaðreyndum.
Lína 15:
# Staðhæfing er sannverkun grundvallar staðhæfinga.
# Almennt form staðhæfingar er almennt form [[sannverkun]]ar, sem er: <math>[\bar p,\bar\xi, N(\bar\xi)]</math>.
# Um þaðÞað sem ekki er hægt að tala um verðum við að þegja um.
 
==Útgáfur og þýðingar==