„Eyjafjarðarsýsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
m samvinna
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m snið
Lína 1:
{{Sýslutafla
| nafn = Eyjafjarðarsýsla
| merki =
| kort = Eyjafjardarsysla.png
| kjördæmi =
| flatarmál = 3.930
| flatarmálssæti = ??
| flatarmálshlutfall = 3,9
| mannfjöldi = 20.903
| mannfjöldadagsetning = 1. des. 2007
| mannfjöldasæti = ??
| mannfjöldahlutfall = 6,7
| póstnúmer =
| sveitarfélög = [[Akureyri]] · [[Grímseyjarhreppur]] · [[Dalvíkurbyggð]] · [[Eyjafjarðarsveit]] · [[Arnarneshreppur]] · [[Hörgárbyggð]]
| þéttbýli = [[Hjalteyri]] (43 íb.) · [[Akureyri]] (17.073 íb.) · [[Hrísey]] (180 íb.) · [[Grímsey]] (103 íb.) · [[Dalvík]] (1.414 íb.) · [[Hauganes]] (138 íb.) · [[Litli-Árskógssandur]] (132 íb.) · [[Hrafnagil]] (201 íb.) · [[Kristnes]] (47 íb.)
}}
'''Eyjafjarðarsýsla''' er sýsla í samnefndum firði á [[Norðurland]]i. Nágranni hennar í vestri er [[Skagafjarðarsýsla]] en í austri kúrir [[Suður-Þingeyjarsýsla]] henni við hlið. Sýslumörk voru í Hvanndalabjargi utan [[Ólafsfjörður|Ólafsfjarðar]] þar til [[Siglufjörður]] og Ólafsfjörður voru gerð að sjálfstæðu lögsagnarumdæmi sem fylgir Skagafjarðarsýslu. Sýslan nær að mörkum Austurhlíðar í [[Kaupangssveit]] að austan verðu en til fjalla nær hún inn á reginfjöll suður af Eyjarfjarðardal. Sýslannar er fyrst getið árið [[1550]].
 
== Náttúrufar ==
Að flatarmáli er sýslaumsýslan um 3930 km² en með Siglufirði og Ólafsfirði er hún alls 4300 km². Út með Eyjafjarðaströnd að vestanverðu er sæbratt en þó er þó nokkuð láglendi í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og inndölum hans. Á firðinum eru eyjarnar [[Hrísey]] og Hrólfssker, sem og [[Grímsey]] á hafi úti. Allar tilheyra þær Eyjafjarðarsýslu.
 
Megindalir Eyjafjarðarsýslu eru þrír; Svarfaðardalur með Skíðadal, [[Hörgárdalur]] og [[Öxnadalur]] inn af honum og Eyjafjörður með sína þverdali. Fjöllin umhverfis þessa dali eru hrikaleg og mörg þeirra teygja sig í um 1000 m.y.s. Ár eru margar og vatnsmiklar en draga þær flestar nafn sitt af dalnum sem þær renna um. Þá er þeirra stærst [[Eyjafjarðará]] sem rennur út í Eyjafjarðarbotn.