„Grímur Jónsson Thorkelín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
Grímur Thorkelín fór til Danmerkur vorið 1791. Hann hafði verið skipaður [[leyndarskjalavörður]], þ.e. yfirmaður Leyndarskjalasafnsins 11. janúar 1791, og gegndi því embætti til æviloka, 1829. Hann er kunnastur fyrir sagnfræðirannsóknir og útgáfu heimilda, en samdi ekki mörg verk sjálfur, nema inngangsritgerðir að útgáfum sínum.
 
Grímur vann lengi að því að undirbúa útgáfu Bjólfskviðu, en verkið var ekki auðvelt því að flest hjálpargögn vantaði til að lesa fornensku. Það var ekki fyrr en árið [[1815]] að bókin kom út, með fjárhagslegum stuðningi vinar Gríms, [[Johan von Bülow|Johans von Bülows]] aðalsmanns. Þetta var fyrsta útgáfa kviðunnar, og var frumtextinn birtur á fornensku, ásamt þýðingu á latínu. Grími var ljóst að ýmsar misfellur voru á útgáfunni, en vonaðist samt til að hún yrði honum vegsauki.
 
Skömmu eftir að bókin kom út birti danska skáldið [[N. F. S. Grundtvig]] harðskeytta gagnrýni á útgáfuna, og spannst af því hörð ritdeila með þeim Grími, sem þó endaði skaplega, þegar Grundtvig viðurkenndi að hann hefði gengið of langt. Grundtvig hóf að undirbúa danska þýðingu Bjólfskviðu, en gerði sér brátt ljóst að auðveldara var að gagnrýna einstök atriði, heldur en að leysa verkefnið í heild. Það varð honum til happs að árið 1815 kom [[Rasmus Kristján Rask]] frá Íslandi. Fékk Grundtvig hann til að fara með sér yfir meginhluta kviðunnar, og í framhaldinu samdi Rask og gaf út ''Angelsaksisk sproglære'', 1817. Aðstoð Rasks og [[fornenska]] málfræðin auðvelduðu Grundtvig að leysa verkefnið, og kom danska þýðingin út 1820, með stuðningi Bülows: ''Bjowufs Drape, paa Danske Riim''. Segja má að þessar tvær bækur, frumútgáfa Gríms Thorkelíns 1815, og þýðing Grundtvigs 1820, hafi lagt grunninn að síðari rannsóknum á Bjólfskviðu, og eru útgáfur, þýðingar og ritsmíðar um kviðuna nú orðnar nær óteljandi.
 
Grími voru falin margvísleg trúnaðarstörf og honum hlotnuðust ýmsar nafnbætur. Hann var ritari [[Árnanefnd]]ar frá 1777 til æviloka, og var skipaður 1799 í skóla- og dómsmálanefnd, sem vann m.a. tillögur um að flytja biskupsstóla og skóla til Reykjavíkur. Hann var meðal stofnenda [[Lærdómslistafélagið|Lærdómslistafélagsins]] 1779. Hann varð [[jústitsráð]] 1794, [[etatsráð]] 1810, riddari af [[Dannebrog]] 1811 og [[konferensráð]] 1828. Hann varð meðlimur Vísindafélagsins danska 1791.