„Feluorð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Feluorð''' (eða '''nóaorð''') er orð notað í stað bannorðs[[bannorð]]s, og tengist oft [[hjátrú]], þ.e.a.s. að nefna ekki það sem um er rætt réttu nafni til að forðast að eitthvað fari öðruvísi en ætlað var. Refaskyttur nefna t.d. [[Refur|refinn]] oft ''lágfótu'' til að refurinn „hafi ekki pata“ af hvað skyttan ætlar sér. Þá má líka nefna fjölbreytni íslenskunnar um [[hákarl]]sheiti, og eru sum þau orð bannorð eða feluorð, sem algengt var í sambandi við sjómennsku. Bannheldi og feluorð skipa þó mun meira rúm í [[Færeyska|færeysku]] en [[Íslenska|íslensku]].
 
Orðið ''nóa'' í nóaorð er ættað úr Kyrrahafseyjum og merkir: ''óguðlegur''. <ref>http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=435340&pageSelected=6&lang=0</ref>
 
== Dæmi um feluorð ==
* '''grunnhætta''' var fyrrum feluorð þegar verið var á sjó, en þá var ''botn'' bannorð. Þá var talað um ''grunnhættu'' og ef færið hjóst var að grunnhöggvast.
* '''pokaönd''' sem er haft um ólöglega veiddan [[æðarfugl]] þegar um hann var rætt.
* '''vængjagrásleppa''' sem er haft um [[æðarkolla|æðarkollu]] sem hefur veiðst í [[net]].