„Póseidóníos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
PixelBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: no:Posidonius
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Heimspekingur |
[[Mynd:Posidonius2.jpg|right|thumb|200px|Brjóstmynd af Póseidóníosi.]]
svæði = Vestræn heimspeki |
tímabil = [[Fornaldarheimspeki]] |
color = #B0C4DE |
image_name = Posidonius2.jpg |
[[Mynd:Posidonius2.jpg|right|thumb|200px| image_caption = Brjóstmynd af Póseidóníosi.]] |
nafn = Póseidóníos |
fæddur = um [[135 f.Kr.]]|
látinn = [[51 f.Kr.]] |
skóli_hefð = [[Stóuspeki]] |
helstu_ritverk = |
helstu_viðfangsefni = [[Siðfræði]], [[rökfræði]], [[hugspeki]], [[landafræði]], [[veðurfræði]], [[stjörnufræði]], [[mannfræði]], [[sagnfræði]], [[grasafræði]] |
markverðar_kenningar = |
áhrifavaldar = [[Krýsippos]], [[Panætíos]], [[Platon]] |
hafði_áhrif_á = [[Póseidóníos]], [[Cicero]] |
}}
'''Póseidóníos''' ([[forngríska]]: Ποσειδώνιος) frá [[Ródos]] (ο Ρόδιος) eða frá [[Apamea|Apameu]]" (ο Απαμεύς) (um [[135 f.Kr.|135]] - [[51 f.Kr.]]) var [[Grikkland|grískur]] [[heimspekingur]], [[Stóuspeki|stóuspekingur]], stjórnmálamaður, [[stjörnufræði]]ngur, [[landafræði]]ngur, [[sagnfræði]]ngur og kennari. Hann var talinn lærðasti maður síns tíma. Ekkert verka hans er varðveitt í heild sinni.
 
== Ævi ==
Póseidóníos, sem fékk viðurnefnið „íþróttamaðurinn“, fæddist grískum foreldrum í [[Rómaveldi|rómversku]] borginni [[Apamea|Apameu]] í norðurhluta [[Sýrland]]s, við ána [[Orontes]]. Hann lést að öllum líkindum í [[Róm]] eða á [[Ródos]].
 
Lína 9 ⟶ 24:
Um árið [[95 f.Kr.]] settist hann að á Ródos, þar sem mikil gróska var í vísindalegum rannsóknum.
 
=== Stjórnmál ===
Á Ródos tók Póseidóníos þátt í stjórnmálum og gegndi hann ýmsum mikilvægum embættum þar. Hann varð m.a. „prýtanis“ (forseti kosinn til sex mánaða í senn) Ródos. Hann var í sendinefnd, sem fór til Rómar árið [[87 f.Kr.|87]] - [[86 f.Kr.]].
 
Líkt og margir grískir menntamenn taldi Póseidóníos að Rómaveldi gæti komið á jafnvægi í milliríkjasamskiptum. Tengsl hans við rómverska yfirstétt voru honum ekki einungis mikilvæg sem stjórnmálamanni, heldur komu þau sér einnig vel fyrir hann sem vísindamann. Þau gerðu honum m.a. kleift að ferðast í vestur yfir á yfirráðasvæði Rómverja sem hefði annars verið ómögulegt grískum ferðamanni.
 
=== Ferðalög ===
Þegar Póseidóníos hafði komið sér fyrir á Ródos fór hann í vísindaleiðangra um Rómaveldi og jafnvel út fyrir yfirráðasvæði Rómar a.m.k. einu sinni en ef til vill oftar. Hann ferðaðist um [[Grikkland]], [[Spánn|Spán]], [[Afríka|Afríku]], [[Ítalía|Ítalíu]], [[Sikiley]], [[Dalmatía|Dalmatíu]], [[Gallía|Gallíu]], [[Lígúría|Lígúríu]], [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] og um austanvert [[Adríahaf]].
 
Í Gallíu rannsakaði Póseidóníos [[Keltar|Kelta]]. Hann skrifaði um upplifun sína af því að búa með þeim: um menn sem fengu greitt fyrir að láta skera sig á háls almenningi til skemmtunar og höfuðkúpur sem voru negldar á dyr. Hann veitti því athygli að Keltar héldu í heiðri [[Drúídi|drúída]], sem Póseidóníos taldi vera [[Heimspekingur|heimspekinga]], og ályktaði að jafnvel meðal barbara „létu stolt og ástríða undan fyrir viskunni og að Ares dáist að Menntagyðjunum“. Póseidóníos ritaði landafræðilega lýsingu á löndum [[Keltar|Kelta]], sem hefur ekki varðveist en talið er að hafi verið ein þeirra heimilda sem [[Tacitus]] studdist við er hann ritaði ''[[Germanía (bók)|Germaníu]]''.
 
=== Skóli ===
Póseidóníos öðlaðist virðingu og kennivald sem fræðimaður vegna ritverka sinna og fyrirlestra og hann varð frægur maður bæði í Grikklandi og í Rómaveldi. Skóli varð til í kringum hann á Ródos. Dóttursonur hans, Jason, fylgdi honum um hvert fótmál og hélt skóla Póseidóníosar gangandi á Ródos. Lítið er vitað um skipulag skólans en ljóst er að til hans streymdu nemendur jafnt grískir sem rómverskir.
 
== Varðveitt rit ==
Póseidóníos var þekktur úti um hinn grísk-rómverska heim sem fjölfræðingur vegna þess að hann var lærður í nær öllum greinum vísinda síns tíma, ekki ósvipað [[Aristóteles]]i og [[Eratosþenes]]i. Hann reyndi að setja fram heildstætt kerfi mannlegrar þekkingar, sem átti að útskýra og leiðbeina um mannlega hegðun.
 
Lína 29 ⟶ 44:
Engin rita hans eru varðveitt í heild sinni. Aftur á móti hafa fundist brot úr ritum hans og auk þeirra eru þekktir titlar á bókum hans og helstu viðfangsefni þeirra.
=== Heimspeki ===
Póseidóníos leit svo á að [[heimspeki]]n væri æðst vísindanna og allar aðrar greinar vísinda væru undir hana settar, hún ein gæti útskýrt heiminn. Öll verk hans, allt frá náttúruvísindum til sagnfræðilegra verka, voru í eðli sínu heimspekileg.
 
Lína 40 ⟶ 55:
Póseidóníos hélt fram stóísku kenningunni um alheimsskynsemina, ''[[logos]]'', sem varð á endanum hluti [[kristni|kristinnar]] kenningar (sbr. upphaf ''[[Jóhannesarguðspjall]]s'': „Í upphafi var orðið (''logos'') og orðið var hjá guði og orðið var guð“). Póseidóníos hélt einnig fram stóísku kenningunni um endalok alheimsins í eldi.
 
=== Náttúruspeki ===
Í náttúruspeki hélt Póseidóníos fram stóísku kenningunni um „kosmíska hluttekningu“, lífræn innri tengsl alls sem gerist í heiminum, milli himins og jarðar, sem væru hluti af vitrænni hönnun, sem sameinaði menn og alla hluti aðra í heiminum, jafnvel þá sem væru aðskildir í [[Tími|tíma]] og [[rúm]]i. Panætíos, kennari hans, hafði dregið í efa spádómsgáfu en Póseidóníos notaði kenninguna um kosmíska hluttekningu til að styðja trú sína á spádóma - hvort sem er með hjálp [[stjörnuspeki]]nnar eða í gegnum draumspá - sem eins konar vísindalega forspá.
 
=== Stjörnufræði ===
Nokkur brot úr ritum Póseidóníosar um stjörnufræði eru varðveitt í ritgerðeftir [[Kleómedes]], ''Um hringhreyfingu himintunglanna'' en fyrsti kafli annarrar bókar virðist hafa verið meira eða minna tekinn upp úr riti eftir Póseidóníos.
 
Lína 54 ⟶ 69:
Póseidóníos smíðaði [[sólkerfishermir|sólkerfishermi]], ef til vill ekki ósvipaðan [[Antikyþera klukka|Antikyþera klukku]]. Samkvæmt [[Cíceró]] sýndi sólkerfishermir Póseidóníosar daglega hreyfingu sólar, tungls og fimm annarra reikistjarna.
 
=== Stærðfræði ===
Auk rita sinna um [[rúmfræði]] er Póseidóníosi eignaður heiðurinn af því að hafa lagt fram stærðfræðilegar skilgreiningar og fyrir að hafa fjallað um tækniheiti á borð við „setningu“ og „þraut“.
 
=== Veðurfræði ===
Í ritum sínum um [[veðurfræði]] studdist Póseidóníos við [[Aristóteles]]. Hann setti fram kenningar um orsakir skýjamyndunar, þoku, vinds, rigningar, frosts, haglélja, eldinga og regnboga.
 
=== Landafræði, þjóðháttafræði og jarðfræði ===
Póseidóníos hafði orðið frægur utan heimspekinnar a.m.k. á áttunda áratug [[1. öld f.Kr.|1. aldar f.Kr.]] í kjölfar útgáfu á verkinu ''Um hafið og nálæg svæði''. Þetta rit var ekki einungis almenn kynning á landafræði samkvæmt vísindalegri þekkingu þess tíma, heldur jók það einnig á vinsælar kenninga hans um innra tengslanet heimsins, með því að sýna hvernig ólík öfl verkuðu hvert á annað og hvernig innri tengsl heimsins vörðuðu einnig mannlegt líf, jafnt í stjórnmálum sem einkalífi. Í ritinu fjallaði Póseidóníos meðal annars um kenningu sína um áhrif veðurfars á skapgerð manna, sem fól í sér „landafræði kynþáttanna“. Þessi kenning var ekki einvörðungu vísindaleg, heldur hafði hún einnig pólitíska hlið -- rómverskir lesendur voru upplýstir um að veðurfræðileg áhrif staðsetningar [[Ítalía|Ítalíu]] væri nauðsynlegt skilyrði örlaga þeirra að ríkja yfir heiminum. Sem stóumaður gerði Póseidóníos hins vegar ekki greinarmun á siðmenntuðum Rómverjum sem herrum heimsins og „frumstæðara“ fólki.
 
Lína 69 ⟶ 84:
Hann skrifaði niður athugasemdir um [[Jarðskjálfti|jarðskjálfta]] og [[Eldfjall|eldfjöll]], þ.á m. greinargerð um [[eldgos]] á æólísku eyjunum norðan [[Sikiley]]jar.
 
=== Sagnfræði og hernaðarvísindi ===
Í sagnfræðiritum sínum tók Póseidóníos upp þráðinn þar sem [[Pólýbíos]] hafði hætt. Hann mun hafa ritað um sögu tímabilsins frá [[146 f.Kr.|146]] - [[88 f.Kr.]] í 52 bindum. Þar heldur hann áfram greinargerðinni, sem Pólýbíos hóf, um ris og útþenslu Rómaveldis, sem hann virðist hafa stutt. Póseidóníos tók sér ekki til fyrirmyndar hlutlausari stíl Pólýbíosar. Hann leit svo á að atburðir, sem gerðust af mannavöldum, ættu sér sálfræðilegar skýringar; hann hafði skilning á mannlegum ástríðum og mannlegri heimsku en afsakaði þær ekki í sagnfræðilegum erkum sínum og notaði frásagnarlist sína til þess að hafa áhrif á viðhorf lesenda.
 
Lína 76 ⟶ 91:
Rómverski sagnaritarinn [[Arríanus]] kvartaði yfir því að rit Póseidóníosar um hernað, ''Hernaðarlistin'', væri samið „fyrir sérfræðinga“, sem gefur til kynna að Póseidóníos hafi ef til vill sjálfur haft reynslu af hernaði eða hafi ef til vill nýtt sér þá þekkingu sem hann hafði frá [[Pompeius]]i, kunningja sínum.
 
== Orðspor og áhrif ==
Póseidóníos varð í lifanda lífi víðfrægur fyrir rit sín um nær öll helstu svið heimspekinnar um allan hinn grísk-rómverska heim og fornir höfundar vitnuðu oft í verk hans þ.á m. [[Cíceró]], [[Lívíus]], [[Plútarkos]], [[Strabó]] (sem kallaði Póseidóníos „lærðasta mann meðal heimspekinga fyrr og síðar“), [[Kleómedes]], [[Lucius Annaeus Seneca|Seneca yngri]], [[Díódóros Sikúlos]] (sem studdist við verk Póseidóníosar sem heimild í ritinu ''Bibliotheca historia'' (''Sögulegt bókasafn'') auk margra annarra. Þótt skrúðlegur og mlskufræðilegur ritstíll hans hafi fallið úr tísku skömmu eftir andlát hans var Póseidóníos lofaður hástert í lifanda lífi fyrir stíl sinn.
 
Lína 92 ⟶ 107:
 
== Heimild ==
* {{enwikiheimild|Posidonius|8. apríl|2006}}
 
== Frekari fróðleikur ==
* Algra, K., Barnes, J., Mansfeld, J. og Schofield, M. (ritstj.), ''The Cambridge History of Hellenistic Philosophy'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2005). ISBN 0-521-61670-0
* Inwood, Brad og Gerson, Lloyd P. (ritstj.), ''Hellenistic Philosophy: Introductory Readings'' (Indianapolis: Hackett, 2. útg. 1998). ISBN 0-87220-378-6
* Inwwod, Brad, ''The Cambridge Companion to the Stoics'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2003). ISBN 0-521-77985-5
* Long, A.A., ''Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics'' (Los Angeles: University of California Press, 1986). ISBN 0-520-05808-9
* Long, A.A., ''Stoic Studies'' (Los Angeles: University of California Press, 2001). ISBN 0-520-22974-6
* Long, A.A. og Sedley, David (ritstj.), ''The Hellenistic Philosophers'' 2 bindi (Cambridge: Cambridge University Press, 1987). ISBN 0-521-27556-3
 
[[Flokkur:Forngrískir heimspekingar]]