„Áttatíu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Veen01.jpg|thumb|right|''Umsátrinu um Leyden aflétt'' eftir [[Otto van Veen]] [[1574]].]]
'''Áttatíu ára stríðið''' eða '''Hollenska uppreisnin''' [[1568]] til [[1648]] var uppreisn [[Sýslurnar sautján|sautján sýslna]] í [[Niðurlönd]]um gegn yfirráðum [[Spánn|Spánarkonungs]] af ætt [[Habsborgarar|Habsborgara]] sem leiddi til klofnings þeirra í tvö ríki: [[Suður-Niðurlönd]] (hluti þeirra varð síðar [[Belgía]] en hluti gekk til [[Frakkland]]s) og [[Bandalag sjö sýslna]] (sem síðar urðu [[Holland]]).
 
Uppreisnin blossaði upp vegna óánægju með aukna [[skatt]]lagningu og ofsókna á hendur [[mótmælendatrú|mótmælendum]] sem einkenndi fyrstu ríkisár [[Filippus 2. Spánarkonungur|Filippusar 2.]] Spánarkonungs, en hann tók við völdum eftir lát hins [[flæmingjaland|flæmskfædda]] [[Karl 5. keisari|Karls 5.]] árið [[1558]]. Vandræðin hófust fyrir alvöru þegar hópur [[kalvínismi|kalvínista]] réðist inn í kirkju í [[Hondschoote]] og eyðilagði helgimyndir. Þetta breiddist út um landið og bæjarstjórnirnar létu yfirleitt undir höfuð leggjast að refsa fyrir [[myndbrot]]in. Hópur aðalsmanna undirritaði bænaskjal sem þeir afhentu landstjóranum, [[Margrét af Parma|Margréti af Parma]] þar sem þeir óskuðu eftir að konungur virti það frelsi sem Niðurlönd höfðu notið í valdatíð Karls.