„Lamb“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m .
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Lammetje (Nunspeet 2004).jpg|thumb|Lamb.]]
'''Lamb''' er afkvæmi [[Sauðfé|sauðkindar]]. [[Lambakjöt]] er algengt hráefni í matargerð.
 
 
== Orð tengd lömbum ==
* '''fjallalamb''' (einnig nefnt '''graslamb''' eða '''fráfærna'''- eða '''fráfærulamb''') er lamb sem gengur móðurlaust á fjalli.
* '''gimbrarlamb''' er kvenkyns lamb, en getur líka merkt lamb undan vetrargamalli á.
* '''hagalamb''' (eða '''hagfæringur''') er móðurlaust lamb sem gengur í heimahögum.
* '''heimalningur''' (eða '''innlamb''') er móðurlaust lamb sem er alið heima á bæ.
* '''hundapísl''' er stundum haft um mjög smávaxið lamb (en einnig börn eða annað ungviði).
* '''karilamb''' (stundum einnig '''kjúklingur''') er nýfætt lamb.
* '''lambadrottning''' er haft um gimbur sem fæðist fyrst lamba tiltekið vor á bænum.
* '''lambakóngur''' er hrútlamb sem fæðist fyrst lamba tiltekið vor á bænum.
* '''lambhrútskettlingur''' er agnarsmár lambhrútur.
* '''lambhrútur''' er karlkyns lamb.
* '''lambköttur''' er smávaxið lamb.
* '''megða''' er lítið lamb.
* '''meltingur''' er lamb sem hefur drepist í móðurkviði.
* '''ótyrmi''' er lamb sem dafnar illa.
* '''réttalamb''' er fyrsta lamb sem slátrað er að hausti.
* '''undanflæmingur''' er lamb sem hefur flæmst undan móður sinni.
* '''öræfaköttur''' (eða '''öræfakettlingur''') er smávaxið lamb sem gengur (lengst) inni á afrétti.
 
{{Stubbur|Landbúnaður}}
 
[[Flokkur:Sauðfé]]