„Grímur Jónsson Thorkelín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
 
==Englandsförin 1786–1791==
Árið [[1786]] hlaut Grímur styrk til að ferðast til [[England]]s, [[Írland]]s og [[Skotland]]s, til þess m.a. að leita heimilda um samskipti Dana og Englendinga á fyrri öldum. Meðal þess sem hann rannsakaði þar var hið fornenska handrit [[Bjólfskviða|Bjólfskviðu]], sem varðveitt er í [[British Library]], áður [[British Museum]]. Hann skrifaði handritið upp og réði mann til að gera aðra uppskrift. Hann hafði uppskriftirnar með sér til Danmerkur og eru þær nú í [[Konungsbókhlaða | Konungsbókhlöðu]] í Kaupmannahöfn (NKS 512 og 513 4to).
 
Handrit ''Bjólfskviðu'' hafði lent í eldsvoða 1731, og sviðnuðu þá spássíurnar og skemmdust. Hluti af þeim molnaði síðan af á 19. og 20. öld. Uppskriftir Gríms Thorkelíns eru mikilvæg heimild um texta kviðunnar, því að þar má víða sjá stafi og orð, sem horfin eru úr handritinu, og væru því glötuð ef uppskriftanna nyti ekki við. Uppskriftir Thorkelíns hafa verið gefnar út ljósprentaðar (''The Thorkelin Transcripts of Beowulf'', Copenhagen 19861951).
 
Grímur dvaldist á Englandi frá árunum [[1786]] til [[1791]], nýtti þar tímann vel og kynntist fjölda áhrifamanna. Hann varð doktor í lögfræði við háskólann í St. Andrews í Skotlandi 1788. Varð mikils metinn á Englandi og var boðið að verða einn af forstöðumönnum Britsh Museum, en hann hafnaði því.