„Kulborði og hléborði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Ný síða: '''Kulborði og hléborði''' (og lýsingarorðin '''kulborðs og hléborðs''') eru hugtök sem eru notuð í siglingum. Þau eiga við um hliðar skips eftir þv...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kulborði og hléborði''' (og [[lýsingarorðatviksorð]]in '''kulborðs og hléborðs''') eru hugtök sem eru notuð í [[siglingar|siglingum]]. Þau eiga við um hliðar [[skip]]s eftir því hvernig það snýr við [[vindur|vindi]]. Kulborðið er sú hlið sem er áveðurs (snýr upp í vindinn) og hléborðið sú hlið sem snýr undan vindi. Kulborði og hléborði eru því breytilegir eftir því hvernig vindur blæs, öfugt við [[stjórnborði|stjórnborða]] og [[bakborði|bakborða]] sem eiga alltaf við um sömu (hægri og vinstri) hlið skipsins séð frá [[skutur|skut]] að [[stafn]]i.
 
Kulborði og hléborði skipta máli í siglingum [[seglskip]]a. Í [[Alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó|Alþjóðareglum til að koma í veg fyrir árekstra á sjó]] frá [[1972]] er kveðið á um að sú skúta sem er hléborðs eigi alltaf réttinn þar sem sú sem er kulborðs hefur meiri möguleika á að stýra (og afstýra árekstri) því hún hefur alltaf vindinn í seglin en getur aftur tekið vindinn úr seglum hinnar. Þessi regla gildir líka í siglingakeppnum.