„Grímur Jónsson Thorkelín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Grímur Jónsson Thorkelín''' (1752-1829) var íslenskur menntamaður, sem starfaði lengst af í Danmörku. Hann var leyndarskjalavörður konungs, og prófessor vi...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Grímur Jónsson Thorkelín''' ([[1752]]-[[1829]]) var íslenskur menntamaður ([[sagnfræðingur]]), sem starfaði lengst af í Danmörku. Hann var [[leyndarskjalavörður]] konungs, og [[prófessor]] við [[Háskólinn í Kaupmannahöfn|Háskólann í Kaupmannahöfn]].
 
Árið [[1786]] fór hann til Englands til þess að leita heimilda um samskipti Dana og Englendinga á fyrri öldum. Meðal handritaþess sem hann rannsakaði var hið fornenska handrit [[Bjólfskviða|Bjólfskviðu]], sem varðveitt er í [[British Library]]. Árið 1787 réð hann mann til að skrifa handritið upp og gerði aðra uppskrift sjálfur. Þegar hann fór aftur til Danmerkur, hafði hann uppskriftirnar með sér. Hann sá síðan um fyrstu útgáfu kviðunnar árið [[1815]]. Þar var frumtextinn birtur á fornensku, ásamt þýðingu á latínu.
 
Handrit ''Bjólfskviðu'' hafði lent í eldsvoða á 18. öld, og sviðnuðu þá spássíurnar og skemmdust. Hluti af þeim molnaði síðan af á 19. og 20. öld. Uppskriftir Gríms Thorkelíns eru nú mikilvæg heimild um texta kviðunnar, því að þar má sjá stafi og orð, sem horfin eru úr handritinu, og væru því glötuð ef uppskriftanna nyti ekki við.
 
Grímur Thorkelín er almennt talinn brautryðjandi í norrænum og germönskum fræðum. Ferð hans til Englands 1786-1788 endurvakti áhuga á fornenskumfornenskri fræðumsögu og bókmenntum, bæði af hálfu sagnfræðinga og listamanna [[rómantíska stefnan|rómantísku stefnunnar]].
 
==Útgáfur (úrval)==