„Æxlun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Æxlun''' eða '''tímgun''' er [[líffræðilegt ferli]] þar sem nýjar [[lífvera|lífverur]] verða til. Æxlun er einn af grundvallarþáttum [[líf]]s á [[jörðin|jörðunni]]; hver einasta lífvera er afurð æxlunarferlis. Þekktum æxlunaraðferðum er gróflega skipt í tvennt: [[kynæxlun]] og [[kynlaus æxlun|kynlausa æxlun]].
 
Með kynlausri æxlun getur einstaklingur fjölgað sér án aðstoðar annars einstaklings sömu tegundar. Skipting [[gerill|gerilfrumu]] í tvær dótturfrumur er dæmi um kynlausa æxlun. Kynlaus æxlun er ekki bundin við einfruma lífverur:. Flestar [[jurt]]ir geta til dæmis [[kynlaus æxlun|æxlast kynlaust]].
 
Kynæxlun krefst aðkomu tveggja einstaklinga, venjulega af gagnstæðu [[kyn]]i. Almennt séð æxlast flóknari lífverur með kynæxlun en kynlaus æxlun er fremur á færi lífvera með einfaldari byggingu.