„Jón Vigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Jón Vigfússon yngri fæddist á Stórólfshvoli og ólst þar upp. Hann var fjögurra ára þegar faðir hans dó. Var fyrst í [[Hólaskóli|Hólaskóla]], en síðan tvö ár í [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] og varð stúdent þaðan 1663. Fór síðan utan, skráður í [[Kaupmannahafnarháskóli | Kaupmannahafnarháskóla]] í október 1664. Varð [[baccalaureus]] í [[heimspeki]] vorið 1666. Kom til Íslands sama ár og varð [[sýslumaður]] í [[Þverárþing|Þverárþingi]] (þ.e. Borgarfjarðar- og Mýrasýslu), bjó fyrst tvö ár í [[Hjörsey]], síðan að [[Leirá (kirkjustaður)|Leirá]]. Var dæmdur frá sýslu 3. ágúst 1672 fyrir óleyfilega verslun. Fór utan árið eftir til að leita réttar síns og fékk öllum til mikillar furðu, vonarbréf fyrir [[Hólabiskupsdæmi]] 12. mars 1674, og magistersnafnbót frá [[Kanslari|kanslaranum]], [[Pétur Griffenfeld|Pétri Griffenfeld]]. Orð lék á að hann hefði fengið biskupsembættið með mútum, enda var hann ekki prestlærður.
 
Jón Vigfússon kom út og var að boði konungs vígður biskupsvígslu í [[Skálholt]]i 23. ágúst 1674, af [[Brynjólfur Sveinsson|Brynjólfi Sveinssyni biskupi]]. Er talið að Brynjólfi hafi ekki verið það ljúft verk, svo sem sjá má af vígslutextanum sem hann valdi: „Hver sem ekki kemur inn í sauðahúsið gegnum dyrnar, sá er þjófur og morðingi!“ (Jóh. 10:1, orðalag úr [[Þorláksbiblía|Þorláksbiblíu]]). Jón var síðan varabiskup í 10 ár. Við fráfall [[Gísli Þorláksson|Gísla biskups Þorlákssonar]] sumarið 1684, fór Jón norður til þess að taka við biskupsdæminu, en 16 helstu prestar þar andmæltu honum og var krafist rannsóknar. Jón tók samt við staðnum og tókst að koma á sáttum á alþingi 1687. Árið 1688 komu fram kærur frá kaupmönnum fyrir óleyfilega verslun hans. Vorið 1689 bauð konungur fyrirmönnum landsins að rannsaka kærurnar, og fór Jón þá utan til þess að tala máli sínu, en fékk enga áheyrn. Hann kom aftur til landsins vorið 1690, en andaðist skömmu síðar. Samt féll á hann þungur dómur á alþingi um sumarið, en Þórði syni hans tókst að fá dóminum hnekkt í hæstarétti í Kaupmannahöfn 1693.
[[Páll Eggert Ólason]] segir um Jón: „Hann var hinn mesti búsýslu- og fjárgæslumaður, enda auðmaður mikill“, og [[Jón Espólín]] segir að hann hafi verið „skörulegur maður sýnum“. Jón biskup hefur greinilega haft mikið viðskiptavit, en hann galt þess að á þeim tíma var [[einokunarverslun]] við lýði og því var Íslendingum óheimilt að fást við verslun. Hann var oft kallaður ''Bauka-Jón'', af tóbaksbaukum sem hann hafði til sölu á Leirá.
 
Lína 12:
Engin mynd eða málverk er til af Jóni Vigfússyni, en legsteinn með grafskrift hans og konu hans er í Hóladómkirkju.
 
Kona Jóns Vigfússonar (gift 1668): '''Guðríður Þórðardóttir''' (f. um 1645, d. 1707), dóttir séra Þórðar Jónssonar í [[Hítardalur|Hítardal]] og konu hans Helgu, dóttur [[Árni Oddsson|Árna lögmanns Oddssonar]]. Guðríður "var„var lítil vexti og kvenleg, ... góð kona og merkileg að öllum hlutum"hlutum“. Hún bjó seinast á Leirá og dó þar í [[Stórabóla|stórubólu]] 1707.
 
Börn þeirra sem upp komust voru:
*Sigríður eldri Jónsdóttir (1669–1725), húsfreyja á Espihóli í Eyjafirði, gift Magnúsi Björnssyni bónda þar.
*Magnús Jónsson (um 1670–1702), skólameistari í Skálholti.
*Helga Jónsdóttir (um 1670–1743), húsfreyja á Hofi á [[Höfðaströnd]], gift Vigfúsi Gíslasyni frænda sínum.
*Þórdís Jónsdóttir (1671–1741), gift [[Magnús Sigurðsson|Magnúsi Sigurðssyni]] í [[Bræðratungu|Bræðratungu]], fyrirmyndin að [[Snæfríður Íslandssól|Snæfríði Íslandssól]] í [[Íslandsklukkan|Íslandsklukku]] [[Halldór Laxness|Halldórs Laxness]].
*Þórður Jónsson (1672–1720), prestur og [[prófastur]] á [[Staðastaður|Staðastað]] á Snæfellsnesi.
Lína 23:
*Sigríður yngri Jónsdóttir (1677–1730), kona [[Jón Vídalín|Jóns Vídalíns]] biskups í Skálholti.
*Vigfús Jónsson (1680–1726), [[heyrari]] í Skálholti.
*Jón Jónsson (1684–1707), var á Leirá, dó í [[stórabóla|stórubólu]], kallaði sig Jón Wigfucius.
Af börnum Jóns og Guðríðar er mikil ættbogi kominn.