„Sænsk tónlist“: Munur á milli breytinga

clean up , typos fixed: meiriháttar → meiri háttar AWB
(clean up , typos fixed: meiriháttar → meiri háttar AWB)
== Þjóðlagatónlist ==
Ballöður og kulning hafa yfirhöndina í sænskri þjóðlagatónlist. Kulning var upprunalega notað af kúahirðum til að smala saman kúahjörðinni, og er samkvæmt hefðinni sungið af konum, þeirra á meðal er söngsnillingurinn [[Lena Willemark]]. Textar ballaðanna eiga uppruna sinn að rekja til „Skillingtryck“ sem var sænskt alþýðlegt smárit 19. aldar með vísum, sögum og þess háttar. Nútímalegar hljómsveitir Folk och Rackare, Hedningarna og Garmarna eru búnar að bæta þjóðlagatónlist í lagalistana sína.
 
 
== Þjóðlagahljóðfæri ==
[[Fiðla]]n er sennilega það [[hljóðfæri]] sem mest hefur sett svip á sænska þjóðlagahefð. Orðið „spelman“ í sænsku sem þýðir bókstaflega hljóðfæraleikari, hefur hlotið merkinguna fiðlari, eða fiðluleikari, vegna þess hversu vinsæl [[fiðla]]n er í sænskri þjóðlagahefð. Fiðlan var komin til Svíþjóðar á [[17. öld]] og varð fljótt almenn, þar til á [[19. öld]], þegar afturhaldssamir trúarleiðtogar í landinu sögðu að flestar gerðir af tónlist væru syndsamlegar og óguðlegar. Þrátt fyrir kúgunina, urðu þónokkrir fiðluleikarar rómaðir fyrir snilli sína, þar á meðal Lapp-Nils frá Jämtland, Pekkos Per frá Bingsjö og Lejsme-Per Larsson frá Malung. Enginn þessara tónlistarmanna var þó nokkurn tímann hljóðritaður. Hjort Anders Olsson var fyrsti meiriháttarmeiri háttar fiðluleikarinn í Svíþjóð sem var hljóðritaður.
 
[[Nikkelharpa]]n er hljóðfæri sem líkist fiðlu, en hefur svokallaða snertla, ekki ósvipaða píanólyklum, en spilað er á hljóðfærið með fiðluboga. Uppruni nikkelhörpunnar er óþekktur, en ýmist er talað um að hljóðfærið komi frá Svíþjóð eða að upprunann megi rekja til [[Þýskaland]]s. Vitað er að harpan var til í Svíþjóð árið [[1350]], en það ár var skorin út mynd af henni í kirkjuhlið í Gautlandi. Á 15. og [[16. öld]]inni var nikkelharpan orðin almenn í Svíþjóð og [[Danmörk]]u. Notkun á nikkelhörpu fór minnkandi frá þeim tíma allt fram til 1960, þegar ungu Svíarnir tóku þjóðlagatónlistina ástfóstri, endurlífgarar sænsku þjóðlagahefðarinnar. Hljóðfærið sem á var spilað á 15. og 16. öld er ekki það sama og algengast er í dag. Upprunalega hljóðfærið er samt til í dag, auk margra útfærslna á því, en þessi algengasta, kölluð „nútíma krómatísk nikkelharpa“ varð til fyrir tilstilli tveggja manna. Auguste Brohlin og Eric Sahlström gerðu báðir endurbætur á hljóðfærinu. Brohlin endurbætti upprunalega hljóðfærið upp úr 1925, en Sahlström endurbætti svo nikkelhörpu Brohlins enn frekar um 1980. Þó Brohlin hafi gert endurbæturnar um 1925, fór notkun nikkelhörpunnar samt minnkandi, en það var Sahlström sem gerði það að verkum að þessi gerð er sú sem algengust er í dag. Sahlström kenndi nefnilega öðrum nikkelhörpuleikurum að smíða hljóðfærið, og þeir kenndu öðrum og svo koll af kolli, þannig að í dag eru til u.þ.b. 25.000 nikkelhörpur í Svíþjóð einni og talið er að um 8.000 Svíar spili á hljóðfærið.
== Afturhvarfið ==
Á sjöunda áratugnum fengu sænskir jazz tónlistarmenn eins og Jan Johansson innblástur og áhrif frá þjóðlagatónlistinni. Þetta varð til þess að í byrjun áttunda áratugarins var röð tónlistarhátiða haldin í Stokkhólmi.
 
 
== Heimildir ==
833

breytingar