Munur á milli breytinga „Björn Ingi Hrafnsson“

Afsögn o.fl.
m (Bot: prettier ISBN)
(Afsögn o.fl.)
'''Björn Ingi Hrafnsson''' (f. [[5. ágúst]] [[1973]]) er fyrrverandi [[borgarfulltrúi]] [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] í [[Reykjavík]]. Foreldrar hans eru ''Hrafn Björnsson'' (f. [[1945]]) og ''Björk Gunnarsdóttir'' (f. [[1948]]). Hann er fæddur í [[Hveragerði]] og ólst þar upp, en einnig á [[Flateyri]], [[Akranes]]i og í Reykjavík. Árið [[2001]] kvæntist Björn Ingi ''Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur'' hjúkrunarfræðingi (f. [[1976]]) og eiga þau tvo syni börn, ''Hrafn Ágúst'' (f. [[1999]]) og ''Eyjólf Andra'' (f. [[2004]]). Björn Ingi er stúdent frá [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]] árið [[1993]]. Eftir það starfaði hann við fjölmiðla og víðar, og nam [[sagnfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], án þess þó að ljúka prófi.
 
===Ferill===
 
Fyrir [[sveitarstjórnarkosningar 2006]] bar hann sigurorð af [[Óskar Bergsson|Óskari Bergssyni]] í prófkjöri og náði kjöri sem eini borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, með 6% atkvæða. Myndaði hann borgarstjórnarmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum, sem hélt til [[11. október]] [[2007]], þegar hann sleit samstarfinu eftir harðar deilur um [[Orkuveita Reykjavíkur|Orkuveitu Reykjavíkur]], [[Geysir Green Energy|Geysi Green Energy]] og [[Reykjavik Energy Invest]] (sjá nánar: [[Deilur um Orkuveitu Reykjavíkur, október 2007]]). Meðan á þeirri samvinnu stóð var Björn formaður [[Borgarráð Reykjavíkur|borgarráð]]s, varaforseti [[Borgarstjórn Reykjavíkur|borgarstjórnar]], formaður [[Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur|Íþrótta- og tómstundaráðs]], stjórnarformaður [[Faxaflóahafnir|Faxaflóahafna]] og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
 
[[24. janúar]] [[2008]] sagði Björn af sér sem borgarfulltrúi og lét [[Óskar Bergsson|Óskari Bergssyni]] starfið eftir. Vikuna sem á undan var gengin var Björn harðlega gagnrýndur af samflokksmanninum [[Guðjón Ólafur Jónsson|Guðjóni Ólafi Jónssyni]], fyrrverandi þingmanni, vegna fatakaupa fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Björn Ingi kvaðst í tilkynningu ekki lengur geta starfað undir slíkum kringumstæðum.
 
===Ritstörf===
* Mbl.is: [http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1296486 Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag]
* Mbl.is: [http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1296491 „Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"]
* [http://eyjan.is/bjorningi/2008/01/24/yfirlysing/ Yfirlýsing Björns Inga um afsögn úr borgarstjórn]
* Mbl.is: [http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1296495 „Borgin í raun leiðtogalaus undanfarna daga"]
 
 
[[Flokkur:Framsóknarflokkurinn]]
82

breytingar