„Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Úrvalsgreinartengill fyrir af:Reykjavik; cosmetic changes
Bumbuhali (spjall | framlög)
clean up , typos fixed: einhverntíman → einhvern tímann AWB
Lína 24:
Eins og áður hefur komið fram var Ingólfur Arnarson fyrsti landnámsmaðurinn á Íslandi og settist hann að í Reykjavík. Hann kom hingað frá [[Noregur|Noregi]] ásamt konu sinni [[Hallveig Fróðadóttir|Hallveigu Fróðadóttur]], syni sínum [[Þorsteinn Ingólfsson|Þorsteini]] og tveimur þrælum [[Vífill (þræll)|Vífli]] og [[Karli (þræll)|Karli]]. Þeim veitti hann frelsi fyrir að finna [[öndvegissúlur]]nar sem hann varpaði frá borði og setti Vífill að á [[Vífilsstaðir|Vífilsstöðum]], skammt frá. Í tíð og tíma byggðist fleiri bæir í kring og má þar helst nefna [[Laugarnes]] og [[Nes við Seltjörn]]
 
Á [[miðaldir|miðöldum]] er frá litlu að segja af Reykjavík. Við Aðalstræti var [[Víkurkirkja]] byggð einhverntímaneinhvern tímann á ofanverðri þrettándu öld. Árið [[1226]] hófst byggð á [[Viðey]] þegar munkar af [[Ágústínusarregla|Ágústínusarreglu]] stofnuðu þar klaustur.
 
Á [[17. öld]] keypti [[Kristján 4.]] konungur Vík. Ekki fór að myndast þéttbýli að ráði í Reykjavík fyrr en á [[18. öldin|18. öld]], en fram að því lágu býli af ýmsum stærðum á víð og dreif um svæðið þar sem borgin stendur nú. Á 6. áratug 18. aldar var gerð tilraun til að reka ullariðnað í Reykjavík að frumkvæði [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússonar]] fógeta. Þetta fyrirtæki sem var kallað [[Innréttingarnar]] markaði þáttaskil í þróun svæðisins, sem í kjölfarið fór að taka á sig einhverja þorpsmynd. Danska konungsvaldið studdi þessar tilraunir til uppbyggingar með því að gefa jarðir sem það átti í Reykjavík og [[Örfirisey]]. Sextán hús voru byggð í Reykjavík vegna Innréttingananna, sem hefur verið mikil fjölgun á þeim tíma, merki um tvö þeirra má enn sjá. Þá var byggt steinhús, sem í dag er [[Stjórnarráð Íslands]], á árunum [[1761]]-[[1771|71]] sem varð fyrsta fangelsi landsins.
Lína 34:
 
== Hverfaskipting ==
[[Mynd:Reykjavik_hverfiReykjavik hverfi alt.svg|thumb|none|350px|Hverfaskipting í Reykjavík]]
Samkvæmt [http://www.rvk.is/displayer.asp?cat_id=825 Samþykkt um skiptingu Reykjavíkur í hverfi] (staðfest af borgarráði 16. júní 2003) skiptist Reykjavík í tíu hverfi, hvert með sínu hverfisráði. Þau eru (með tilheyrandi hverfahlutum):