„Romano Prodi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BotMultichill (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ur:رومانو پروڈی
m viðbætur
Lína 14:
Þegar forsetatíð hans lauk var aftur litið til hans sem leiðtogaefnis vinstri-miðflokkanna og [[2005]] bauð nýtt kosningabandalag, [[Einingarbandalagið]] (''L'Unione'') með þátttöku hluta kommúnistaflokksins, fram í [[Sveitarstjórnarkosningar á Ítalíu 2005|sveitarstjórnarkosningum]].
 
Í [[Þingkosningar á Ítalíu 2006|þingkosningunum]] í [[apríl]] [[2006]] hlaut Einingarbandalagið nauman meirihluta (einungis 25.000 atkvæða meirihluta) sem tryggði því aðeins tveggja sæta meirihluta í [[Öldungadeild ítalska þingsins|öldungadeildinni]]. [[17. maí]] tók hann við [[stjórnarmyndunarumboð]]i úr hendi nýkjörins [[forseti Ítalíu|forseta Ítalíu]], [[Giorgio Napolitano]]. Miklar deilur um utanríkisstefnu stjórnarinnar leiddu til þess að öldungadeildin felldi stefnuskrá [[Massimo D'Alema]], utanríkisráðherra [[20. febrúar]] [[2007]]. Tveimur dögum síðar sagði Prodi af sér forsætisráðherraembætti. Prodi sagðist ekki myndu mynda aðra stjórn nema hann fengi fullan stuðning allra flokka meirihlutans og lagði fram tólf skilyrði sem leiðtogar allra flokkanna samþykktu. Í kjölfarið hvatti Napoletano hann til að mynda nýja ríkisstjórn en sjá jafnframt til þess að hann fengi traustsyfirlýsingu frá báðum deildum þingsins. Í öldungadeildinni var yfirlýsingin samþykkt með naumum meirihluta, 162 atkvæðum gegn 157, en miklum meirihluta í fulltrúadeildinni, eða 342 atkvæðum gegn 198.
 
Í janúar [[2008]] gerðist það að dómsmálaráðherrann, [[Clemente Mastella]], leiðtogi lítils miðjuflokks, [[UDEUR Popolari]], sagði af sér eftir að eiginkona hans var sett í stofufangelsi sökuð um spillingu. Í upphafi lýsti hann yfir áframhaldandi stuðningi við ríkisstjórnina en dró hann síðan til baka. UDEUR er með þrjá öldungadeildarþingmenn og því var meirihluti Prodis þar í reynd fallinn. Vegna þessa lét Prodi aftur reyna á traustsyfirlýsingu í báðum deildum [[23. janúar]] en í þetta sinn var hún felld af öldungadeildinni með 161 atkvæði gegn 156. Einn sat hjá. Meðal þeirra þingmanna vinstri-miðjubandalagsins sem greiddu atkvæði gegn stjórninni voru, auk Mastella, [[Lamberto Dini]], [[Domenico Fisichella]] og [[Franco Turigliatto]].
 
{{Töflubyrjun}}