„Vilhjálmur Tell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Villhjálmur Tell''' er goðsagnakennd hetja sem átti að hafa lifað í kantónunni Uri í Sviss við byrjun 14. aldar. Það má...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
== Goðsögnin um Villhjálm Tell ==
 
Goðsögnin um William Tell hefst þannig að [[keisari|keisarar]] af [[habsborgarar|Habsborgarætt]] eru að reyna að sölsa undir sig Uri. [[Lénsherra|Lénsherran]] Í bænum [[Altdorf]], [[Hermann Gessler]] lætur reisa stöng með húfu á sem allir voru skyldugir að hneigja sig fyrir. Tell neitar að hneigja sig fyrir framan stöngina og er handtekinn. Refsing hans var sú að hann var neiddur til þess að skjóta epli af höfði sonar síns með [[lásbogi|lásboga]] sínum. Ef hann neitaði þá yrðu þeir báðir teknir af lífi, en ef hann myndi hitta þá yrði honum gefið frelsi. Tell hleður lásbogann með ör en geymir aðra ör slíðraða til öryggis. Hann klífur eplið af höfði sonar síns í tvennt í fyrsta skoti. Þegar því er lokið spyr Gessler Tell hvað hann hafi ætlað sér með seinni örina. Tell svarar að ef hann hefði misst marks og drepið son sinn þá hefði hann notað hana til þess að drepa Gessler sjálfan. Gessler reiðist og lætur handtaka Tell, binda hann og fara með hann í kastala sinn í [[Küssnacht]]. Tell nær að flýja og fer í kjölfarið sjálfur til Küssnacht og skýtur Kessler þegar hann kemur á staðinn. Samkvæmt goðsögninni var þessi ögrun Tells kveikjan af [[uppreisn]] sem leiddi síðan til stofnun Sviss.
 
[[Flokkur:Sviss]]