„Efnahagur Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: vi:Kinh tế Iceland
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Efnahagur Íslands''' byggir enn að talsverðu leyti á [[Fiskveiðar|fiskveiðum]], sem afla nær 40% útflutningstekna og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar [[náttúruauðlindir]] skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á [[ál]]i og [[kísilgúr]]i sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.{{heimild vantar}}
 
Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. Ferðamannaþjónusta[[Ferðaþjónusta]] verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að lokka til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.
 
Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.