„Dalvíkurskjálftinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Dalvíkurskjálftinn''' var mikill jarðskjálfti sem reið yfir Dalvík og byggðarlögin þar í kring laugardaginn 2. júní 1934. Hann er mesti skjálfti sem vitað er...
 
m Tenglar og snið
Lína 1:
'''Dalvíkurskjálftinn''' var mikill [[jarðskjálfti]] sem reið yfir [[Dalvík]] og byggðarlögin þar í kring laugardaginn [[2. júní]] [[1934]]. Hann er mesti skjálfti sem vitað er um að hafi orðið á þessum slóðum. Fyrsti og mesti kippurinn kom kl. 12.42. Upptök hans eru talin hafa verið mjög skammt frá þorpinu, hugsanlega á sjávarbotni milli [[Hrísey]]jar og lands, um 1 km austur af Dalvík. Stærðin var 6,2-6,3 á Richter kvarða. Hann fannst um allt [[Norðurland]] en tjón varð einungis á Dalvík og í næsta nágrenni, það er að segja í utanverðum [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]], [[Árskógsströnd]] og í [[Hrísey]]. Skjálftinn jafnaði fjölmörg hús við jörðu og olli skemmdum á flestum mannvirkjum á svæðinu. Þrátt fyrir eyðilegginguna varð ekki manntjón og allir sluppu óskaddaðir líkamlega úr hamförunum. Stór hluti Dalvíkinga hélt til í tjöldum og bráðabirgðaskýlum lengi sumars á meðan lagfæringar stóðu yfir. Eftir skjálftann hófst mikið endurreisnarstarf og var fjöldi rammgerðra steinhúsa byggður á Dalvík og nágrenni næstu árin sem leystu af hólmi meira eða minna laskaða torfbæi. Á [[Byggðasafnið Hvoll|Byggðasafninu á Hvoli]] er sérsýning um Dalvíkurskjálftann.
 
== Heimildir ==
* [[Saga Dalvíkur]] 3. bindi eftir [[Kristmundur Bjarnason|Kristmund Bjarnason]], [[1984]], [[Dalvíkurbær]].
 
== Tengt efniTenglar ==
*[http://www.julli.is/jardskj.htm Kærleiksvefur Júlla]
*[http://www.dalvik.is/byggdasafn Byggðasafnið Hvoll]
 
 
== Heimildir ==
Kristmundur Bjarnason,1984,Saga Dalvíkur,3.bindi,Dalvíkurbær.