„Hjálp:Handbók“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m skýra heimildanotkun
Lína 108:
Stór undantekning frá fleirtölureglunni eru [[líffræði]]greinar sem fjalla um stærri [[flokkunarfræði]]legar einingar en [[tegund]]ir t.d. [[skjaldbökur]] og [[froskar]], þar sem verið er að fjalla um einingu sem spannar mörg dýr. Í þeim greinum er eðlilegt að hafa titilinn í fleirtölu.
 
Rita skal nöfn erlendra manna, staða, o.s.frv., með stafsetningu upprunatungumálsins nema sterk og rótgróin hefð sé fyrir annars konar rithætti. Ritun grískra og latneskra nafna skal fylgja leiðbeiningum sem finna má í greininni [[Umritun grískra og latneskra nafna á íslensku]]. Ef nafnið er skrifað með öðru stafrófi en því latneska eða gríska skal fylgja leiðbeiningum í [[Wikipedia:Umritun erlendra nafna]]. Landaheiti og heiti þjóða ættu að taka mið af [http://www.ismal.hi.is/landahei.html tilmælum] Íslenskrar málstöðvar og greininni [[ISO 3166-1]].
 
Ef þýða á erlend heiti skal ekki strax smíða ný íslensk orð heldur athuga hvort hugtakið hafi viðtekið íslenskt heiti. Bent er á [http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search Orðabanka Íslenskrar málstöðvar].