„Albert Einstein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Thvj (spjall | framlög)
Lína 7:
Ungur að árum gerðist Einstein [[sviss]]neskur ríkisborgari, en í Sviss nam hann [[stærðfræði]] og [[eðlisfræði]]. Árið [[1902]] fær hann vinnu á einkaleyfaskrifstofu í [[Bern]], þar sem hann vann til [[1909]] meðan hann lagði drög að [[kenning]]um sínum í frístundum. Árið [[1911]] fékk Einstein [[prófessor]]sstöðu í [[Prag]] og síðan í [[Zürich]] og [[Berlín]]. Hann starfaði innan [[háskóla]] þaðan í frá. Árið [[1905]] birti Einstein þrjár merkilegar ritgerðir. Ein þeirra hét „Um rafsegulfræði hluta á hreyfingu“ en í henni setti hann fram [[Takmarkaða afstæðiskenningin|takmörkuðu afstæðiskenninguna]]. Takmarkaða afstæðiskenningin segir fyrir um það að [[massi]] hluta fari eftir [[Hraði|hraða]] þeirra. [[1916]] birti Einstein [[Almenna afstæðiskenningin|almennu afstæðiskenninguna]] í nokkrum ritgerðum. [[1919]] var kenningin staðfest með frægri athugun, við sólmyrkva, á sveigju [[ljós]]s sem berst frá fjarlægri stjörnu, vegna [[þyngdarafl]]s [[sól]]ar. [[1921]] fékk Einstein [[Nóbelsverðlaun]] fyrir framlag sitt til eðlisfræðinnar. Einstein var af Gyðingaættum og hrökklaðist frá [[Þýskaland]]i nasismans til [[Princeton]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið [[1933]]. Þar bjó hann til dauðadags.
 
Giftist [[Serbía|serbneskri]] unnustu sinni, [[Mileva Marić|Milevu Marić]], [[1903]], en þau skildu [[1919]]. Eignuðust sama þrjú börn, stúlku ''Liserl'' [[1902]], sem líklega var gefin til [[ættleiðing]]ar, synina [[Hans Albert]] [[1904]] og [[Eduard Tete]] [[1910]]. Mileva nam stærðfræði og eðlisfræði, en þau Einstein unnu saman að rannsóknum, þó ekki séu til heimildir fyrir því að hMilevaMileva hafi með beinum hætti komið að Nóbelsverðlaunagreininni né Afstæðiskenningunni. Einstein giftist náfræku sinni [[Elsa Einstein|Elsu]] [[1919]], en hún átti fyrir tvær dætur.
 
==Afstæðiskenningin==