„Ási í Bæ“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Ási var landskunnur texta- og lagasmiður, vísnasöngvari og afkastamikill rithöfundur og lét mikið að sér kveða en þó sérstaklega eftir hann lét af sjómennsku. Hann var í þeim margrómaða mannræktarkvartett með [[Árni úr Eyjum|Árna úr Eyjum]], [[Loftur Guðmundsson|Lofti Guðmundssyni]] og [[Oddgeir Kristjánsson|Oddgeiri Kristjánssyni]], sem kallaðir eru feður hinna sígildu þjóðhátíðarlaga. Samstarf þeirra Ása í bæ og Oddgeirs varð víðfrægt og úr því urðu til landsþekkt lög, t.d. ''Sólbrúnir vangar'' og ''Ég veit þú kemur''.
 
Hann skrifaði margar bækur og rit m.a. ''Sá hlær best'' þar sem hann fjallar um lífsbaráttu sína, ''Granninn í vestri'' sem er [[ferðabók]] um [[Grænland]], ''Breytileg átt'' sem er skáldsaga, ''Eyjavísur'' og smásagnasafnið ''Sjór, öl og ástir''. Hann gaf einnig út hljómplötu þar sem hann söng og spilaði eigin lög og texta.
 
Eiginkona Ása var Friðmey Eyjólfsdóttir. Hann lést í [[Reykjavík]], 71 árs að aldri, vorið [[1985]].