„Hannibal Valdimarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
tengill
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Hannibal Valdimarsson.jpg|thumb|Hannibal Valdimarsson]]
'''Hannibal Valdimarsson''' ([[13. janúar]] [[1903]] – [[1. september]] [[1991]]) var einn umdeildasti og um leið litríkasti stjórnmálaleiðtoginn á vinstri kantinum á [[Ísland]]i um og upp úr miðri [[20. öld]]. Hann var mikill baráttumaður fyrir réttindum verkafólks og trúði á nauðsyn sterkrar verkalýðshreyfingar. Hannibal var formaður í tveimur stjórnmálaflokkum, [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokknum]] og [[Samtök frjálslyndra og vinstri manna|Samtökum frjálslyndra og vinstri manna]] og kosningabandalaginu [[Alþýðubandalagið]]. Hann var þó alla tíð eindreginn [[jafnaðarstefna|jafnaðarmaður]]. Hann barðist oft af kappi fyrir skoðunum sínum en þótti ekki alltaf auðveldur í samstarfi og var lítið gefinn fyrir málamiðlanir. Hannibal hóf þáttöku í pólitík á Ísafirði upp úr 1930 og varð fljótlega leiðtogi þeirra sem kallaðir voru "Ísafjarðarkratar" og þóttu mjög harðsnúnir og róttækir þó þeir ættu litla samstöðu með [[kommúnismi|kommúnistum]]. Hannibal neitaði meðal annars að fylgja [[Héðinn Valdimarsson|Héðni Valdimarssyni]] til liðs við kommúnista þegar [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokkurinn]] var stofnaður [[19391938]]. Hann var fyrst kosinn á þing [[1946]] fyrir Alþýðuflokkinn. Seinna klauf hann þó Alþýðuflokkinn og gekk til samstarfs við Sósíalistaflokkinn í kosningabandalagi [[1956]] sem forsvarsmaður [[Málfundafélag jafnaðarmanna|Málfundafélags jafnaðarmanna]]. Þegar [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalaginu]] var breytt úr kosningabandalagi í stjórnmálaflokk árið [[1968]] og hann sá fyrir að sósíalistar mundu ráða lögum og lofum í honum sagði hann skilið við fyrri samstarfsmenn og stofnaði nýjan flokk, [[Samtök frjálslyndra og vinstri manna]]. Hannibal var einnig forseti [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambands Íslands]] [[1954]] - [[1971]].