„Tjörn í Svarfaðardal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Tjörn''' er kirkjustaður í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. Bærinn stendur að vestanverðu í dalnum um 5 km innan við [[Dalvík]]. [[Tjarnartjörn]] er lítið og grunnt stöðuvatn á flatlendinu neðan við bæinn. Tjörnin er innan [[Friðland Svarfdæla|Friðlands Svarfdæla]] sem teygir sig allt til strandar. Þar er mikið fuglalíf. Tjörn er með stærri jörðum í Svarfaðardal og að líkindum landnámsjörð þótt bæjarins sé ekki getið í Landnámu. [[Kristján Eldjárn]] forseti fæddist á Tjörn [[1916]] og ólst þar upp. Núverandi kirkja var reist [[1892]]. Hún er úr timbri á hlöðnum grunni og tekur 60-70 manns í sæti. Í henni eru steindir gluggar teiknaðir af [[Valgerður Hafstað|Valgerði Hafstað]] listmálara. Prestssetur var á Tjörn til [[1917]] en þá var brauðið sameinað [[Vallaprestakall]]i. Síðasti prestur á Tjörn var sr. [[Kristján Eldjárn Þórarinsson (1843-1917)]]. [[Gullbringa]] var hjáleiga frá Tjörn og stendur upp undir fjallshlíðinni ofan við bæinn. Þar bjó [[Arngrímur Gíslason málari]] um hríð og um [[1885]] reisti hann sér vinnustofu sunnan við húsið. [[Arngrímsstofa]] nýtur húsfriðunar og er í umsjá [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafnsins]]. Gullbringa var sumarbústaður Kristjáns Eldjárns og er nú í eigu afkomenda hans. Í hlíðinni ofan við Tjörn og Gullbringu eru volgrur og í framhaldi af þeim er jarðhitinn í [[Laugahlíð]] þar sem [[Sundskáli Svarfdæla]] fær vatn sitt.
 
== Heimildir ==