„Listamannaskálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Listamannaskálinn
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Listamannaskálinn''' var sýningarskáli reistur af [[Félag íslenskra myndlistarmanna|Félagi íslenskra myndlistarmanna]] árið [[1943]] fyrir söfnunar- og gjafafé á lóð sem [[íslenska ríkið]] úthlutaði félaginu við hliðina á [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]] milli [[Vonarstræti]]s og [[Kirkjustræti]]s við [[Austurvöllur|Austurvöll]] í [[Reykjavík]]. Skálinn var fyrsta sýningarhúsnæðið á Íslandi sem var sérstaklega reist fyrir [[myndlist]]arsýningar. Fyrsta sýningin sem þar var haldin var yfirlitssýning félagsins í [[apríl]] 1943. Hann var rifinn árið [[1968]], sama ár og framkvæmdir hófust við [[Kjarvalsstaðir|Kjarvalsstaði]], og þótti þá mjög úr sér genginn. Á lóðinni stendur nú [[Skálinn]], viðbygging við Alþingishúsið sem var reist árið [[2002]].
 
{{stubbur|Reykjavík}}