„Kolbeinsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: nn:Kolbeinsey
Bætti við heimild og tilvísun í Hvanndalabræður
Lína 2:
'''Kolbeinsey''' er lítill klettur, leifar af [[eldfjallaeyja|eldfjallaeyju]], 105 [[kílómetri|km]] norðan við [[meginland]] [[Ísland]]s og 74 km norðvestan við [[Grímsey]]. Eyjan er nyrsti punktur [[Ísland]]s. Eyjan lætur hratt undan ágangi sjávar og hefur verið styrkt með [[steinsteypa|steinsteypu]] vegna mikilvægis hennar við skilgreiningu [[landhelgi]] Íslands. Engu að síður má ætla að hún hverfi í hafið innan fárra ára enda hefur viðleitni til að styrkja eyjuna verið hætt vegna samninga um miðlínu við [[Danmörk|Dani]].
 
Þegar eyjan var fyrst mæld árið [[1616]] af [[Hvanndalabræðrum]] var hún sögð 100 [[metri|metra]] breið og 700 metra löng. [[1903]] var hún helmingi minni en það. Árið [[2001]] var hún aðeins 90 [[fermetri|m²]] að stærð. Eyjan er allt að átta metrar að hæð yfir [[sjávarmál]]i. Þar var [[þyrla|þyrlupallur]] en í [[mars]] [[2006]] kom í ljós að helmingur hans var hruninn.
 
Eyjunnar er fyrst getið í ''[[Landnáma|Landnámu]]'' þar sem talað er um siglingaleiðina til [[Grænland]]s. Hún er nefnd eftir [[Kolbeinn Sigmundarson|Kolbeini Sigmundarsyni]] frá [[Kolbeinsdalur|Kolbeinsdal]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] sem frá er sagt í ''[[Svarfdæla saga|Svarfdæla sögu]]''. Hann er sagður hafa brotið skip sitt við Kolbeinsey og farist þar ásamt mönnum sínum.
Lína 8:
==Tenglar==
* [http://www.os.is/~ah/kolbeinsey/kolb_dir.html Árni Hjartarson, ''Fróðleikur um Kolbeinsey''] á vef [[Orkustofnun]]ar.
* {{tímaritsgrein|höfundur=Árni Hjartarson|grein=Ferð Hvanndalabræðra til Kolbeinseyjar|titill=Náttúrufræðingurinn|árgangur=73|tölublað=1-2|ár=2005|blaðsíðutal=31-37}}